Nokkrar spurningar úr FB leiknum

Sumar eða vetur? 
Hver sá sem stingur nefinu út um gluggann og heldur að sé sumar er annaðhvort ísbjörn eða með gervinef.

Háralitur? 
Ég er veik fyrir rauðhærðum karlmönnum einkum ef þeir hafa mikið hár. Synd að rautt hár er yfirleitt orðið muskulegt fyrir þrítugt.

Augnalitur? 
Fallegust eru augu þess sem maður horfir mest á hverju sinni.

Ég hef ort um blá augu, grá, móleit, brún, græn, gul og svört. Það síðasta gæti átt rætur í hugarórum fremur en raunveruleikanum. Ég hef þó aldrei ort um rauð augu, bleik, appelsínugul eða fjólublá.