Hryllingsmynd eða góður endir? (FB leikur)

Ég fæ alveg sérstakt kikk út úr hrollvekjum. Horfi ekki oft á þær en nýt þess í botn og garga af kröftum. Ég nota hrollvekjur til útrásar, skil myndina algerlega eftir í bíóinu og sef vel á eftir. Flestar hrollvekjur enda vel. Kannski er það hluti af ástæðunni fyrir dálæti mínu á þeim en ég á erfitt með góðan endi nema hafa fengið góðan skammt af móteitri áður.

Ég hef lítið úthald í rómantískar gamanmyndir, tel þær náskyldar klámi en sakir gífurlegra vinsælda þeirra horfi ég stundum á þær með vinkonum mínum. Í 90% tilvika er það tímasóun. Gæti eins hangið á facebook.