„Forn egyptaland var stofnað af ó-evrópskum hvítingjum og ringdi gullöld þeirra í margar aldir, allt á meðan þeir voru óblandaðir. Seinna á tímapunkti í sögu Egyptalands komust þeir í kynni við blökkumenn frá Núbíu. Þeir byrjuðu að taka þá inn sem vinnumenn og smátt og smátt byrjuðu þeir að blandast verkastéttinni. Síðan fór þessi blöndun ofar í efri stéttirnar. Stuttu seinna byrjaði veldi Egypta að hröklast niður gríðarlega og framfarir og viðhald á veldinu byrjaði að skreppa saman.“
Greinasafn eftir:
Úr menningarfræðum rasista
Kynþáttahatarinn Mjölnir:
„Þjóð sem einblínir á það sem gerir fólk líkt, svosem sameiginlega menningu, forfeður, arfleið, gildismat, etc, og upphefur og fagnar því sem ríkjandi norm og sameiningartákn er heilbrigð þjóð sem fúnkerar mun betur en fjölmenningarþjóð, þar sem er voða lítið efni sem bindur fólk saman í slíku sammfélagi.“
Rasistagullkorn dagsins
Kynþáttahatarinn Mjölnir:
„Menning er eins og dýrategund, hún þróast sjálfkrafa eftir þeirri þekkingu og framförum sem að hópirnn aflar. Menning þróast nánast alldrei við það að blandast. Hún þróast við aðskilnað rétt eins og dýrategundir. Ísbirnir myndu ekki þróast á næsta skref við að blandast skógarbjörnum,“
Sjá umræður hér
Þessvegna þarf löggan i-pad
Ég hef mikið velt því fyrir mér hversvegna löggan þarf ellefu spjaldtölvur til að uppfæra facebook síðuna sína.
Lögreglan setur inn að jafnaði þrjú fremur ómerkileg innlegg daglega, oftast tilkynningar frá vegagerðinni eða svör við almennum fyrirspurnum um hraðasektir, hjólreiðastíga o.fl. sem maður hefði nú haldið að mætti alveg bíða þar til kapparnir komast niður á stöð.
Svör lögreglunnar sjálfrar við þessari spurningu eru á þá leið að þetta sé þáttur í tækniþróun, án þess að það sé neitt skýrt frekar.
Augljósasta skýringin sem mér hefur verið bent á er sú að hjá löggunni sé mikill biðtími og því gott að löggugreyin hafi tækifæri til að spila angry-bird. Þegar ég skoða teljarann minn sé ég líka að all mikill tími fer í það að fylgjast með blogginu mínu. Eflaust mun spjaldtölvuvæðingin auðvelda þeim lesturinn.
Þegar ummæli endurspegla ekki viðhorf
Ummæli endurspegla ekki alltaf raunveruleg viðhorf.
Ekki þau orð sem mælt eru í háði. Háð endurspeglar oftast þveröfuga skoðun við þá sem bókstaflega er haldið fram.
Það sem sagt er í gríni felur stundum í sér sannleikskjarna en hann er þá settur í óvenjulegt samhengi, ýkur eða snúið út úr honum og tilgangurinn er miklu fremur sá að vekja hlátur og fá fólk til að horfa á hlutina út frá óvenjulegu sjónarhorni en sá að koma skoðun áleiðis.
Það sem sagt er beinlínis í þeim tilgangi að særa eða móðga endurspeglar ekki raunveruleg viðhorf heldur miklu frekar tilfinningar þess sem lætur orðin falla í þeirri trú að hann sé að verja sig.
Það sem sagt er í hugsunarleysi, í hita leiksins, er hinsvegar líklegt til að endurspegla raunveruleg viðhorf. Það er þessvegna sem fólki er ráðlagt að leysa ekki ágreiningsefni á meðan það er í uppnámi.
Spáðu bara í það; hvort finnst þér auðveldara að fyrirgefa þeim sem segir;
-Fyrirgefðu ég ætlaði ekki að særa þig, ég bara missti þetta út úr mér, eða;
-fyrirgefðu, ég sagði þetta af því að ég var sár útí þig og langaði að hefna mín.
Að þora þegar aðrir þegja
Þegar vinur minn var á unglingsaldri afstýrði hann eitt sinn hópnauðgun.
Atvikið byrjaði sem ósköp sakleyisislegur kitluleikur en vatt einhvernveginn upp á sig. Að lokum var leikurinn farinn að bera verulegan keim af ofbeldi og vinur minn og einn annar tóku í taumana og stöðvuðu leikinn.
Hann segist stundum hafa velt því fyrir sér hvort þeir hefðu jafnvel tekið þátt í þessu ef þeir hefðu verið með frá upphafi og hann er ekki í vafa um að telpunni hefði verið nauðgað ef þeir félagar hefðu ekki mótmælt því aðrir sem voru óvirkir horfðu bara á en sögðu ekki neitt.
Þetta voru bara venjulegir strákar en múgæsingur er lúmskur andskoti og voðaverki var afstýrt af því einhver þorði að tala þegar hinir þögðu.
Minn ruslagámur er snyrtilegri en þinn!
„Heimska heimska kerlingarhelvíti!!!!!“
„Geðveika pakk!!“
„Þetta voru náttúrulega útlendingar.“
„Viðbjóðslegu kvikindi!“
„Hverskonar ógeðsfólk gerir svonalagað?“
„Hvílíkir grimmdarvargar!“
Svo mælti sú andlega heilbrigða þjóð sem hvern virkan dag fleygir 3 mannsfóstrum í ruslagáma sjúkrahúsanna. Í yfirgnæfandi meirihluta heilbrigðum fóstrum fullorðinna, heilbrigðra mæðra. Fóstrum sem voru deydd af þægindaástæðum.
Nei ég er ekki að stinga upp á neinum réttlætingum fyrir ungbarnamorðum en ég leyfi mér að efast um að skýringin sé einfaldlega sú að foreldrarnir séu geðveikir grimmdarvargar og viðbjóðsleg útlendingakvikindi.
Ættum við kannski að slaka aðeins á grjótkastinu á meðan við kíkjum í okkar eigin ruslagáma?