Kynþáttahatarinn Mjölnir:
„Þjóð sem einblínir á það sem gerir fólk líkt, svosem sameiginlega menningu, forfeður, arfleið, gildismat, etc, og upphefur og fagnar því sem ríkjandi norm og sameiningartákn er heilbrigð þjóð sem fúnkerar mun betur en fjölmenningarþjóð, þar sem er voða lítið efni sem bindur fólk saman í slíku sammfélagi.“
—————————————-
Samkvæmt þessari visku voru Þjóðverjar á uppgangstímum nasismans væntanlega heilbrigð þjóð. Bandaríkjamenn eru hinsvegar fjölmenningarsamfélag og þ.a.l. sjúk þjóð sem fúnkerar ekki, þar sem voða lítið efni bindur fólk saman
Posted by: Eva | 21.08.2011 | 9:05:03
—————————————-
Þú ert þó ekki að stilla Þýskalandi og Bandaríkjunum upp sem andstæðum? Þykja þér Bandaríkin fúnkera vel?
Posted by: Elín Sigurðardóttir | 21.08.2011 | 9:56:15
—————————————-
Bandaríkin og Þýskalands nasismans eru að því leyti andstæður að Þjóðverjar byggðu sitt þjóðarstolt á kynþáttahyggju en Bandaríkjamenn byggja sitt þjóðarstolt á hugmyndinni um lýðræði og góð tækifæri fyrir alla (sem er goðsögn eins og allar staðalímyndir þjóða en það er annað mál)
Bandaríkin eru stórveldi -ennþá en þau eru á hnignunarbraut, ekki vegna fjölmenningar heldur vegna fjárglæfrastarfsemi valdamanna. Þetta stórveldi varð til við menningarblöndun.
Menning Bandaríkjanna er gífurlega fjölbreytt, hvort sem við skoðum iðntækni og vísindi, listir og hönnun, matvælaframleiðslu og matarmenninguna, tungumálið eða eitthvað annað og mér finnst dálítið sorglegt hversu oft maður verður var við mikla fordóma og jafnvel fyrirlitingu Íslendinga á Bandaríkjamönnum. Því miður er algengt að fólk sem hefur andúð á kapítalisma, þjóðrembu (sem þvert á kenningar Mjölnis þrífst prýðilega í fjölmenningarsamfélögum) og því hallærislegasta í bandarískri lágmenningu, dæmi þar með allt sem frá Bandaríkjunum kemur.
Ég er tilbúin til að stimpla ýmislegt sem þrífst í Bandaríkjunum sem sjúkt og rangt. Ég hef óbeit á hernaðarást og þeim öfgakapítalisma sem þar hefur viðgengist. En vandamál Bandaríkjamanna stafa sannarlega ekki af menningarblöndun, hinsvegar hefur kynþáttamisrétti haft skelfilegar afleiðingar þar eins og annarsstaðar. Það sem er heilbrigt og gott í bandarískri menningu er hinsvegar sá styrkur og sköpunarkraftur sem myndast þegar ólíkir menningarstraumar mætast.
Posted by: Eva | 21.08.2011 | 10:53:14
—————————————-
Get tekið undir allt þetta. Vandamál Bandaríkjanna og Evrópu stafa ekki af menningarblöndun heldur óheftum kapítalisma. Ólíkir menningarstraumar byggjast á mismunandi þjóðerni. Ég velti því fyrir mér hvort andúð á þjóðerni grafi undan samstöðu og hagsmunagæslu sem er nauðsynleg til að sporna við óheftum kapítalisma.
Posted by: Elín Sigurðardóttir | 21.08.2011 | 11:03:03
—————————————-
Ég vildi helst bara leggja þjóðarhugtakið niður enda er sáralíti á bak við það. Þjóðarhugtakið er aðallega stjórntæki yfirvalda, aðferð til að fá okkur til að samþykkja alls kyns misgóðar hugmyndir á þeirri forsendu að við tilheyrum hóp sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þegar betur er að gáð fara mínir hagsmunir ekkert endilega saman við hugsmuni Bjarna Ármanns. Það er eitthvað allt annað en þjóðerni sem ræður því hvort við höfum hag af því að selja auðlindir.
Posted by: Eva | 21.08.2011 | 11:24:16
—————————————-
„Það er eitthvað allt annað en þjóðerni sem ræður því hvort við höfum hag af því að selja auðlindir.“
Hvaða „við“ ertu að tala um?
Að það sé sáralítið á bak við þjóðarhugtakið – fyrir utan að vera stjórntæki yfirvalda – get ég ekki tekið undir. Þvert á móti vilja yfirvöld í Evrópu leggja niður þjóðarhugtakið til að reyna að ná fullri stjórn á mörkuðum.
Posted by: Elín Sigurðardóttir | 21.08.2011 | 11:42:51
—————————————-
„Við“ hvert um sig og sem mismunandi hagsmunahópar. Ég efast ekki um að sumir Íslendingar myndu græða stórkostlega á því ef við seldum nýtingarréttinn á vatnsorkunni en ekki væri mér akkur í því.
Yfirvöld í Evrópu vilja í raun ekki leggja niður þjóðarhugtakið heldur flokka fleiri samfélög saman. Þau vilja eftir sem áður halda fólki frá öðrum menningarsvæðum í skefjum. Í stað „VIÐ ÍSLENDINGAR“ verður það bara „VIÐ EVRÓPUMENN.“
Posted by: Eva | 21.08.2011 | 11:50:36
—————————————-
Já, það verður jafn ljótt að skilgreina sig sem Íslending og Evrópubúa. Þetta endar með heimsyfirráðum eða dauða.
Posted by: Elín Sigurðardóttir | 21.08.2011 | 14:26:56
—————————————-
Heimsyfirráðum er venjulega náð með heilmiklum dauða. Ég vil hvorki Evrópusambandið né þjóðríkið. Sé bara því miður ekki að það sé mikill áhugi fyrir því að þróa annað fyrirkomulag en píramída þar sem kapítalið trónar á toppnum.
Posted by: Eva | 22.08.2011 | 5:41:53
—————————————-
Er það nokkuð of klíkukennt að segja „VIÐ JARÐARBÚAR“?
Posted by: Elías Halldór | 22.08.2011 | 10:04:21
—————————————-
Nú er ég lítið inni í geimverufræðum Elías og þegar ég heyri „Við jarðarbúar“ þá er það fyrsta sem mér dettur í hug, einhver sem er að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra. Mér þætt t.d. bara þó nokkuð fallegt að heyra einhvern segja, „VIÐ JARÐARBÚAR, höfum loksins borið gæfu til að leggja niður allan hergagnaiðnað.“
Ef hinsvegar „VIÐ JARÐARBÚAR“ væri notað til greina okkars frá ykkars; einhverjum óæðri verum sem við teldum okkur hafa rétt til að valta yfir, af því að við erum sko svo æðisleg, þá myndi ég æla.
Posted by: Eva | 22.08.2011 | 12:26:40