Einn af málsvörum frelsisins gagnrýnir umfjöllun Stöðvar 2 um reynslu Hauks í Palestínu. Ég hef séð betur unnar fréttir frá henni Lóu en alveg finnst mér ótrúlegt að láta að því liggja að það sé allt eins líklegt að frásögn Hauks sé uppspuni.
Auðvitað er sjálfsagt að fréttamenn leiti staðfestinga þegar verið er að fjalla um einstaklinga og/eða vinkvæm málefni en ef fréttamenn greindu aldrei frá neinu og tækju aldrei viðtöl nema sýna um leið óyggjandi sannanir, væri upplýsingaflæði til almennings frekar fátæklegt.