Við heyrum dásamlegar fréttir af því að allt sé með kyrrum kjörum í Kenía. Kibaki og Odinga saman í stjórn og allir góðir vinir. Ekki veit ég í hvaða raunveruleikaþætti þeir lifa sem trúa því í alvöru að það þurfi ekki meira en 4 mánuði til að koma á eðlilegu ástandi í landi þar sem blóðug átök hafa geysað og fjöldi manna flúið heimili sín og svarnir andstæðingar sitja saman í ríkisstjórn. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Það skyldi þó aldrei vera?
Í morgun röltu tveir óvopnaðir leppalúðar inn á Keflavíkurflugvöll.Þar skottuðust þeir dágóða stund í trausti þess að flugumferðarstjórar ynnu fyrir kauphækkuninni sem þeir fengu á dögunum. Aðgerðin tókst vonum framar. Þeir töfðu m.a.s. flugvél með Paul Ramses innanborðs í því að fara í loftið. Ekki lengi að vísu en vélin stoppaði.
Forgangsröðin á hreinu
Síðasta vetur losnaði gangstéttarhella fyrir framan búðina mína á Vesturgötunni. Í húsinu búa tveir eldri borgarar en hinum megin við götuna er heilsugæslustöð þar sem m.a. fer fram ýmis þjónusta fyrir eldra fólk. Fótafúið fólk á því oft leið hér um og ég hafði áhyggjur af því að þessi hella hefði í för með sér slysahættu. Halda áfram að lesa
Lygaþvælan um Paul Ramses
Jón Bragi benti á þessa heimild en samkvæmt henni kom 31 hælisleitandi frá Kenía til Svíþjóðar á síðasta ári. Ekki kemur fram hvort einhverjir þeirra sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn eða hvort allt þetta fólk var gjörsamlega ópólitískt en einhvern fjandann var fólkið að flýja.
Nokkrar spurningar til Útlendingastofnunar
Því betur sem ég skoða mál Pauls Ramses, því meira ógeði fyllist ég. Á mótmælafundi í dag komu fram upplýsingar sem ég hef ekki séð í fjölmiðlum. Ég vil af því tilefni beina eftirfarandi spurningum til Útlendingastofnunar.
Hvaða hin hlið?
Réttlætingar Útlendingastofnunar´, dæmi hver fyrir sig.
Og neinei, ég er ekki fúl út í neinn fyrir að vera ekki búinn að setja nafnið sitt á undrskriftalistann, það er bara virðingarvert að vilja kynna sér málin fyrst. Ég er hinsvegar hundfúl út í þá sem láta eins og þeim komi þetta ekki við, nenna ekki að kynna sér málið eða þora ekki að taka afstöðu.
Hér er grein sem allir ættu að lesa. Einkum þeir sem eru ekki búnir að skrifa undir. Kíkja líka á þetta takk.
Hér fyrir neðan má sjá svar dómsmálaráðherra sjálfs um meðferð Íslendinga á flóttafólki, dæmi hver fyrir sig. Halda áfram að lesa
Bætum Ramses við ímyndina
Ég veit að fullt af fólki brást við strax eftir sjónvarpsfréttir í gær og sendi Ingibjörgu Sólrúnu tölvupóst en hverjar eru líkurnar á því að hún hafi lesið þann póst fyrr en vélin var farin í loftið í morgun?
Í mínum kunningjahópi kom fram ein hugmynd um aðgerð sem hugsanlegt væri að næði eyrum ráðamanna ÁÐUR en Paul Ramses kveddi íslenska grund. Hún var sú að hlaupa út á flugbrautina og reyna að tefja vélina í því að fara í loftið. Þetta var eina hugmyndin sem ég hef ennþá séð sem átti nokkurn möguleika á að vekja athygli í tæka tíð. Ég er innilega stolt af þeim sem þó reyndu.