Hlýddu

Ég hef gaman af orðum sem tákna tvennt ólíkt. Orðið ‘hljóð’ er sennilega undarlegasta orð íslenskunnar því það táknar í senn hávaða og þögn. Hvernig á að útskýra svona rugl fyrir nýbúum?

Halda áfram að lesa

Dauðadómur yfir glæpamönnum

Íslensk stjórnvöld sem kenna sig við félagshyggju og mannúð, hafa nú kveðið upp dauðadóm yfir 6 flóttamönnum til viðbótar. Þeirra á meðal er vinur minn glæpamaðurinn Elyas Sultani en glæpur hans er sá að hafa fengið talíbana upp á móti sér og glæpamaðurinn Hassan Raza sem er sekur um að hafa barnað unnustu sína og kvænst henni í óþökk fjölskyldu hennar, sem sá strax um að lífláta hina óguðlegu gálu.

Hassan Raza er 23ja ára. Hann hefur verið á flótta frá 17 ára aldri. Hann flúði frá Grikklandi þegar menn á vegum fjölskyldu sóðapíkunnar (sem fjölskyldan drap, samkvæmt hefðum og réttlæti í heimalandi hans) réðust á hann, brutu í honum 4 rifbein og veittu ýmsa aðra áverka. Hassan Raza á ekki að vera í flóttamannabúðum. Hann á að vera í námi eða á vinnumarkaðnum eins og aðrir ungir menn. Hann á ekki að þurfa að fara aftur í aðstæður þar sem hann hefur góða ástæðu til að óttast um líf sitt, heldur á hann að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að lifa við öryggi.

Það sama á við um hina glæpamennina sem Íslendingar ætla nú að senda út í opinn dauðann. Menn sem hafa framið þá glæpi að rísa á einhvern hátt gegn valdi, hvort sem er opinbert vald eða hefðir; valdi sem þeir kusu ekki yfir sig og bera enga ábyrgð á.

Af öllum þeim pólitíska subbuskap sem hefur viðgengist síðan eini flokkurinn sem hefur sýnt mannúðarmálum áhuga komst til valda, er þessi ákvörðun svívirðilegust.

mbl.is Hælisleitendur sendir til Grikklands

Landinn ætti að vera orðinn ónæmur eftir 7 ár

-Komstu hingað út af kreppunni? spyr samstarfskonan.
-Ekki út af kreppunni sem slíkri, ég er ekkert hrædd um að verði hungursneyð eða neitt svoleiðis, en ég vil ekki taka þátt í efnahags- og stjórnkerfi sem byggir beinlínis á spillingu. Ég vil ekki vera undir stjórnvöldum sem segja eitt en gera annað og ég vil ekki eiga viðskipti við íslensk stórfyrirtæki og banka, segi ég. Halda áfram að lesa

Gjöööörbreytt landslag

mbl.is 27 nýir þingmenn

Mikil bylting hefur orðið í íslenskum stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur umboð 23,7% kjósenda til að halda áfram eyðileggingarstarfsemi sinni á íslenskri náttúru og efnahagslífi.

Lufsa hans Framsóknarflokkurinn, sem ásamt Sjálfstæðisflokknum rak hér um langt árabil efnahagsstefnu sem gerði okkur gjaldþrota auk þess að halda öllu sem máli skipti leyndu fyrir þjóðinni, fær 14,8%, samtals 38,5% atkvæða.

Halda áfram að lesa

Þessvegna kýs ég ekki Borgarahreyfinguna frekar en aðra flokka

Margir hafa undrast viðbrögð mín við Borgarhreyfingunni og ég get svosem skilið að fólk sem er samdauna þeirri hugmynd að fulltrúalýðræði sé æðsta birtingarmynd réttlætis og frelsis telji Borgarahreyfinguna vera beinlínis róttækt skref í átt til þátttökulýðræðis. Flestir virðast ekki skilja að rót þeirrar spillingar og valdníðslu sem var forsenda efnahagshrunsins, og sem allt okkar afar vonda viðskiptasiðferði hvílir á, er sjálft stjórnkerfið.

Halda áfram að lesa

Lýðræðið er pulsa

Fyrir nokkrum vikum setti listamaður upp á Háskólatorgi verk sem lýsir eðli þess lýðræðis sem við búum við.Þetta er myndband sem sýnir fólk að borða pylsur. Þú mátt velja hvaða meðlæti þú færð með pylsunni þinni af því að þú ert svo rosalega frjáls. Pylsan/pulsan er samt sem áður það eina sem er í boði. Þú horfir á pylsugerð og fólk borða pylsur svo lengi að þú kemst að raun um að hvorugt sé sérlega geðslegt, hvað þá skemmtilegt. Halda áfram að lesa