Ég er ekkert sérstaklega hrifin af lögreglunni, hvorki stofnuninni sem slíkri né frammistöðu hennar almennt. Einkavæðing ofbeldis kann ekki góðri lukku að stýra og ekki von að vel fari þegar fólki er kennt að hlýða yfirmönnum í blindni. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Þeir sem þora þegar aðrir þegja
Til er fólk sem gerir heiminn að betri samastað, þrátt fyrir að það búi ekki yfir neinni snilligáfu, hafi hvorki völd né auð og sé ekki endilega neitt sérstaklega vinsælt heldur. Þetta er fólkið sem þorir þegar aðrir þegja.
-Barnið sem stendur eitt gegn skólafélögum sínum þegar einhver úr bekknum er lagður í einelti.
-Unglingurinn sem hefur sambandi við foreldrana þegar sá vinsælasti í hópnum ætlar að setjast drukkinn undir stýri.
-Unga konan sem neitar að taka þátt í því að baktala yfirmann sinn en fer hinsvegar beint til hans og segir honum hvað hún er ónægð með.
-Konan sem stendur uppi í hárinu á stórfyrirtæki sem stefnir heilsu starfsfólks og íbúa svæðisins í voða með óhóflegri mengun, enda þótt það kosti hana starfið.
-Ungi hermaðurinn sem í stað þess að taka þátt í myrkraverkum, kemur upplýsingum um stríðsglæpi á internetið, enda þótt hann viti að hann eigi á hættu fangavist og jafnvel pyntingar fyrir vikið.
-Þingmaðurinn sem neitar að ganga gegn þeim málum sem honum var treyst fyrir, enda þótt andstaðan við flokkinn kunni að kosta hann þingsætið.
-Allt fólkið sem rís gegn kynþáttahyggju, ritskoðun, mannréttindabrotum, dýraofbeldi og umhverfisspjöllum, vitandi að það getur átt á hættu að vera dregið fyrir dóm, fangelsað, pyntað og í nokkrum tilvikum drepið vegna skoðana sinna.
Þetta eru broddflugur samfélagsins, fólkið sem talar þegar aðrir láta sér nægja að hugsa, fólkið sem gerir þegar aðrir láta sér nægja að tala. Fólkið sem veit að því fleiri sem styðjast við eigin dómgreind og réttlætiskennd, því meira misrétti er hægt að uppræta. Fólkið sem þorir þegar aðrir þegja.
Og svo eru annarskonar hetjur. Annarskonar fólk sem þorir þegar aðrir þegja. Fólkið sem þorir að ausa þá svívirðingum sem hafa annað sjónarmið og líta ekki á ákveðið útlit sem sáluhjálparatriði. Fólk sem af hetjulegu hugrekki sínu kallar þá sem hafa önnur lífsgildi rasshausa og sandpíkur án þess að skýra á nokkurn hátt hvað sé athugavert við skoðanir þeirra.
Mikið óskaplega kemur það veröldinni nú vel að til skuli vera fólk sem býr yfir öðru eins hugrekki.
Af merkingu orða
Skömmu eftir að ég flutti til Danmerkur, spurði ég vinnufélaga mína út í merkingu staðarnafna. Sérstaklega lék mér forvitni á merkingu endinganna t.d. -strup, -rup, -lev, -böl, o.fl. Svörin sem ég fékk voru öll á þá leið að þessir orðhlutar merktu ekkert, þetta væru bara nöfn. Og þetta átti ekki bara við um endingar. Mér finnst t.d. líklegt að Bojskov merki Beykiskógur. Þar er mikið af beyki og mér dettur í hug að boj- sé komið úr þýsku eða eldri dönsku en á tveimur árum hef ekki fengið staðfestingu á grun mínum um Beykiskóginn, né hefur neinn gefið mér aðra skýringu. Fólk segir bara að Boj- merki ekki neitt, það sé bara nafn. Halda áfram að lesa
Takmörk virðingar minnar fyrir tjáningarfrelsinu
Fyrir tæpu ári fékk ég á mig mjög sérkennilega skítapillu. Eitthvað í þá veruna að ég væri að safna undirskriftum fyrir ‘einhverjar búrkukerlingar’ (um var að ræða undirskriftasöfnun fyrir konu sem átti að grýta til bana) á sama tíma og íslenskum konum væri nauðgað. Það gekk fram af mér. Halda áfram að lesa
Þegar Þvagleggur sýslumaður gerðist aðalpersóna í fjölskylduharmleik
Sögurnar af óvenjulegum vinnubrögðum Þvagleggs sýslumanns, gætu eflaust fyllt heila bók. Flestir þekkja söguna af því hvernig Þvagleggur fékk viðurnefni sitt en ég hygg að einhverjir hafi gleymt sögu Helgu Jónsdóttur og fjölskyldu hennar. Sú saga varpar ljósi á frumlegar hugmyndir Þvagleggs sýslumanns um refsivörsluástæður. Halda áfram að lesa
Af nýstárlegum löggæsluaðferðum Þvagleggs sýslumanns
Þvagleggur sýslumaður er frumlegur maður. Maður sem hugsar út fyrir kassann og beitir áður óþekktum aðferðum í baráttunni gegn glæpum. Þolendur kynferðisbrota hafa nú eignast nýjan og öflugan málsvara í þessum óvenjulega fulltrúa réttlætisins og gleður það mig ósegjanlega. Halda áfram að lesa
