Afsakið en hversvegna er þetta vandamál á sama tíma og maður heyrir endalausan barlóm yfir því hvað bótaþegar eru mikil byrði á samfélaginu? Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Um tjáningarfrelsi og dónaskap
Mér sýnist á umræðunni í netheimum að nokkurs misskilnings gæti um það hvað orðið tjáningarfrelsi merkir.
Tjáningarfrelsi merkir semsagt að menn eiga að geta látið skoðanir sínar á samfélagsmálum og öðru sem varðar almenning í ljós opinberlega án þess að þurfa að óttast um öryggi sitt eða annarra. Halda áfram að lesa
Þegar amma lét Sjálfstæðisflokkinn mála gangstéttarbrún
Theódór Norðkvist birtir á vefbók sinni, mynd af löggubíl sem lagt er við gula línu og spyr hvort löggan megi brjóta lög.
Ég, sem er fljót að trúa öllu illu upp á lögguna, dæmdi þá sem voru á þessum bíl óðar seka um lögbrot. Óskar Thorkelsson bendir hinsvegar á að í reglugerð með umferðarlögunum er talað um akbraut og þarna er ekki akbraut heldur bensínstöðvarplan. Þessi löggugrey brutu semsagt ekki lög með að leggja þarna.
Í tenglsum við þetta rifjaðist upp fyrir mér gömul saga úr fjölskyldunni. Halda áfram að lesa
Verður jarðarför?
Klukkan að ganga fjögur hjá mér og ég sem er kvöldsvæf get ekki sofið.
Það er þetta lík…
Þarf ekki að gera eitthvað? Jarða það eða eitthvað?
Hvernig er eiginlega staðið að greftrun útburðar? Verður það sett í pínulitla kistu? Hvíta? Grafið í kyrrþey? Verður kaþólskur prestur látinn messa yfir því af því að barnið fylgir trúfélagi móður? Verður þjóðarsorg lýst yfir? Mér finnst svo undarlegt að lýsa yfir sorg, hvað þá í nafni heillar þjóðar en ég efast um að jafn margir tækju það jafn nærri sér ef einhver frægur félli frá.
Hver er annars elskaðasti Íslendingurinn? Hvern myndi þjóðin syrgja mest? Ætli Björk Guðmundsdóttir yrði þjóðinni ekki mestur harmdauði? VIð myndum syrgja hana jú, áreiðanlega. En þetta litla barn, sem við þekktum ekki og syrgjum því ekki sem persónu, það lætur mig ekki í friði og harmdauði, það er orðið, þótt það hafi aldrei unnið nein verðlaun eða haldið tónleika fyrir náttúruna. Harmdauði, því harmrænn dauðdagi þess nístir og sker.
Fokk í helvíti, hvað var manneskjan að hugsa? Hugur minn leitar skýringa þótt þær fáist nú sjálfsagt aldrei. Það er ekki bara hryllingurinn sem angrar mig heldur líka það að skilja ekki af hverju. Fólk gerir stundum hroðalega hluti, óréttlætanlega hluti sem samt sem áður eru rökréttir. Það hlýtur andskotinn hafi það að vera hægt að ætlast til þess af fólki að það sé eitthvert vit í svona hryllingsverkum. M.a.s. Hannibal Lechter meikar sens, ekki fyrr en í Hannibal Rising að vísu en á endanum urðum við að fá skýringu. Ég meika allavega sens. Ef ég dræpi einhvern gæti ég rökstutt þá ákvörðun. Mér dettur ekki einu sinni í hug að elska einhvern nema geta fært pottþétt rök fyrir því. Hún hlýtur að hafa haft einhverja rökræna ástæðu. Djöfull er ég rugluð. Eins og það væri eitthvað skárra þótt hún gæti rökstutt það. Ég hlýt að vera geðveik eða eitthvað. Ef ég væri trúuð myndi ég sjálfsagt ræða þetta við Gvuð.
Móðir mín í kví kví
Verð að komast út úr þessu draugaljóði. Prófa Maríu Farrar í staðinn. Orðagaldur. Leiðin út þegar engin skýring er rökrétt. Ljóð eða bæn eða galdur, þetta er allt sama tóbakið, bara aðferð til að díla við ruglið í hausnum á sér. Sumir halla sér að Gvuði, ég halla mér að Jóhannesi eða Halldóri, er það ekki næstum eins? Og þó er þetta illa ort kvæði (og hann sem annars orti svo ákaflega vel) en ég kann bara ekkert sem á betur við í augnablikinu:
En griða bið ég herra af ykkur hinum
því hvað er líf án samhjálpar frá vinum?
Miskunnsemin var fundin upp til að koma reiðu á veröldina þegar ekkert sem við hugsanlega gætum gert myndi fullnægja réttlætinu hvort sem er. Hann biður henni griða er það ekki örugglega? Ekki forláts? Nei ekki forláts, það gengi heldur ekkert upp. Fólk skilur það ekki en það er regin munur á þessu tvennu.
En það er ekki bara þessi litli drengur með skurðina í andlitinu. Það eru líka öll hin sem þvælast fyrir mér. Þessi sem má alveg slíta í tætlur og henda í ruslið, ekki af því að mamman sé veik á geðinu, ekki einu sinni af því að hún sé nauðstödd heldur af því að hún er ekki ’tilbúin’. Það er allt í lagi að fleygja þeim í ruslið því þau eru bara 12 vikna og ekki ‘orðin að neinu’ ennþá. Og svo þessi 20 vikna eða 22ja vikna sem væru löngu ‘orðin að einhverju’ ef þau væru ekki með litningagalla eða líkur á einhverri annarri fötlun. Mismunun heilbrigðra og fatlaðra hefst í móðurkviði og við teljum okkur siðmenntuð.
Öll þessi ponkulitlu lík. Eða líktægjur öllu heldur. Það kemur engin lögga og fiskar flyksurnar af þeim upp úr ruslinu og enginn leggur lítinn bangsa við anddyri Lansans í minningu þeirra. Hvað fóru mörg í dag? Þrjú? Eða fjögur?
Hvað er annars gert við þau? Er þeim hent í hvíta plastfötu eða kannski kremgula og kemur svo kona með latexhanska og græna svuntu og sturtar úr fötunni í einhverskonar brennsluofn sem er fullur af skemmdum hálskirtlum, botnlöngum og puttum sem hafa lent í vélsög? Fær hún greitt óhreinindaálag? Og þvær hún svo fötuna og fer með hana inn aftur fyrir næstu aðgerð?
Eða eru þau sett í gráa plastpoka og hent í ruslagám?
Væri ekki einum of langt gengið að eyða nóttinni í að yrkja útburðarkvæði? Útfararsálm kannski? Af því að einhvernveginn kemur manni það við.
Eða verður kannski engin útför?
Af þagnarskyldu og fleiru
Það ætlar víst að ganga eitthvað treglega að fá á hreint í hverju misskilningur minn liggur.
Á DV hafa farið fram umræður um fyrri bloggfærslu mína í dag og þar hafa komið fram athyglisverðar hugmyndir um þagnarskyldu presta og upplýsingaskyldu, margar byggðar á misskilningi eða bara vanhugsun. Hér er samantekt fyrir þá sem ekki nenna að lesa í gegnum allan þráðinn. Fyrst hugmyndir lesenda sem telja líkræðu Baldurs viðeigandi og svo útskýringar mínar. Halda áfram að lesa
Ég misskildi séra Baldur
Í fyrri færslum mínum gagnrýndi ég það frumhlaup Séra Baldurs Kristjánssonar að greina opinberlega frá viðkvæmu máli án samráðs við þolanda, fyrst í líkræðu og svo á blogginu sínu. Ég sé ekki betur en að þessi vinnubrögð séu brot á þagnarskyldu. Ég tek fram að ég gagnrýni ekki þá ákvörðun prestsins að tilkynna málið til yfirvalda enda þótt það sé fyrnt og hverfandi líkur á að það leiði til þess að upp komist um gerandann. Þvert á móti held ég að það sé gott að sem mestar upplýsingar um mál af þessu tagi séu til í kerfinu. Það sem mér finnst athugavert er það að hann skuli fjalla um málið opinberlega, með persónuupplýsingum sem benda á þolandann. Halda áfram að lesa
Nokkrar spurningar til séra Baldurs
Í kjölfar fréttar af íslenskum presti sem gerðist svo smekklegur að ljóstra upp gömlu fjölskylduleyndarmáli, fyrst í líkræðu og svo á blogginu sínu, hafa heitar umræður farið fram, m.a. í skotgröf DV þar sem ég, séra Baldur og fleiri hafa skipst á skoðunum um þetta sérstaka mál. Halda áfram að lesa