Pólitískt uppeldi á leikskólum

Þeir eru sennilega fáir sem átta sig á því hvað það er merkilegt að leikskólabörn taki virkan þátt í því að búa til umferðarmerki.

Þetta er nefnilega alls ekki bara krúttlegt uppátæki heldur hápólitísk aðgerð. Sú stefna að virkja börn til þátttöku í svona verkefnum er nefnilega liður í því að skapa þátttökusamfélag. Raunverulegt lýðræði þar sem hver einasti borgari hefur raunverulegt tækifæri til að setja mark á umhverfi sitt og hafa áhrif á umræðuna. Halda áfram að lesa

Að svíkja málstaðinn með því að stíga upp í jeppa

Einu sinni hélt ég því staðfastlega fram að ég væri kapítalisti. Ég trúi nefnilega alveg á frjáls viðskipti og að markmið viðskipta eigi að vera það að fá meira út úr þeim en maður leggur í þau. Ég vil ekki sjá stéttlaust samfélag þótt mér ofbjóði þær öfgar að sumir búi við örbirgð en öðrum gæti ekki enst ævin til að njóta eigna sinna. Ég álít fullkomlega rétt og eðlilegt að fólk njóti góðs af því að þroska hæfileika sína og vinna af metnaði og ósérhlífni. Mér finnst allt í lagi þótt sumir leyfi sér meiri lúxus en aðrir. Mér finnst m.a.s. í lagi að fólk njóti góðs af eignum foreldra sinna.

Af kvenhatri Salmanns Tamimi

Salmann Tamimi opnar á sér þverrifuna, verður það á að nefna son sinn sérstaklega en ekki dætur, sem miðað við hans uppruna ætti svosem ekki að koma neinum á óvart.

Á snjáldrinu verður allt vitlaust. Einhverja rámar í viðtal þar sem Salmann mælir með duglegri eiginkvennabarsmíð, helst með priki. Aðra minnir að þetta hafi nú kannski ekki alveg verið svona gróft. Ég sá þetta viðtal ekki sjálf en á endanum sendi ágætur maður mér útprent af því og kann ég honum bestu þakkir. Halda áfram að lesa