Enn af klippingu borgarstjóra

Endur fyrir löngu lagði Hnakkus fram ágæt dæmi um birtingarmyndir kynþáttahyggju í daglegu lífi

Ég vil bæta aðeins við þessa ágætu upptalningu. Þú veist að þú ert rasisti:

-Ef þér líður eins og þú hafir tapað í spilum undir fréttum af því að palestínsku flóttakonurnar á Akranesi hafa, þvert á spár frjálslynda flokksins, náð að fóta sig í samfélaginu og funkera bara ágætlega.

-Ef þú talar með andúð um grýtingar, ærumorð og nauðungarhjónabönd en neitar svo að veita fólki sem flýr slíkar samfélagsaðstæður skjól.

-Ef þér finnst þú hafa rétt til að krefjast þess að starfsfólk á indversku veitingahúsi tali íslensku.

-Ef þér finnst þér koma mataræði og klæðaburður innflytjenda við.

-Ef þér finnst sjokkerandi tilhugsun að eignast asískt tengdabarn.

-Ef þú er mótfallinn því að aðstoða fórnarlömb náttúruhamfara, hungurs og styrjalda af því að við eigum sjálf svo ógurlega bágt.

-Ef þú reiknar með því að flóttamenn séu glæpamenn þar til annað kemur í ljós.

-Ef þú fordæmir hryðjuverk muslima en styður gengdarlausan hernað Nató og Bandaríkjanna í löndum þeirra.

Og þú veist að það yrði lítill missir af þér úr samfélagsumræðunni ef þú hefur meiri áhyggjur af hárgreiðslu Jóns Gnarr en mannfjandsamlegum viðhorfum Guðmundar Franklin.

 

 

One thought on “Enn af klippingu borgarstjóra

 1. ———————–

  Viðbót:

  – Þú talar um „þjóðarmorð á hvítum“ þegar fólk erlendis frá flytur til landsins og hvað þá þegar það eignast börn með íslendingum. Þú hefur hins vegar engin svör þegar spurt er hvort það sama eigi til dæmis við það þegar íslendingur flytur, segjum, til Kína og eignast barn með Kínverja, hvort það sé þá sömuleiðis „þjóðarmorð á Kínverjum“.

  – Þú ert margbeðin(n) um rök fyrir að það merki þjóðarmorð að fólk af sitthvoru þjóðerni eða „kynþætti“ eðli sig en getur ekki fært nein fram, heldur kemur þess í stað með rakalausar staðhæfingar, oftast í formi möntru, og kallar staðhæfingarnar rök.

  – Þú ert enn fremur beði(n) að koma með tölur sem sanni þessa meintu útrýmingu á hvíta kynstofninum en getur heldur ekki vísað á þær.

  – Þú vitnar í „virta fræðimenn“ sem vísindasamfélagið hefur löngu afgreitt sem rasista og bullukolla en tekur ekkert mark á raunverulega viðurkenndum fræðimönnum (nema að slíta þá úr samhengi til að fella að raisistahræðsluáróðrinum), því þeir eru „and-hvítir“ eða „þora ekki að ganga gegn pólitískri rétthugsun“

  Posted by: Einar Steinn | 14.09.2011 | 16:33:22

Lokað er á athugasemdir.