Hinsegin fræðsla frá fyrsta bekk og uppúr?

börn2

„Hinsegin fólk“ hefur verið ofsótt í gegnum tíðina og þótt ótrúlega mikið hafi unnist sætir það enn fordómum. Nú á að uppræta þá fordóma með því að búa til sérstaka námsgrein fyrir grunnskólabörn – hinseginfræðslu. Ekki fræðslufund fyrir unglinga heldur námsefni fyrir börn frá fyrsta bekk og upp úr. Halda áfram að lesa

Verkföll eru tímaskekkja

11255615_10152888245102963_979517806_o-688x451Verkföll voru áreiðanlega áhrifarík á tímum iðnbyltingarinnar. En ekki lengur. Allra síst þegar launagreiðandinn græðir á verkfallinu og afleiðingarnar bitna á fólki sem hefur enga möguleika á að hafa áhrif á kjörin. Aukinheldur getur ríkisvaldið bannað verkföll ef þau verða of óþægileg, sem sýnir nú bara hversu falskur þessi svokallaði samningsréttur er. Við þurfum að afnema verkfallsrétt – nei ég er ekki að grínast. Halda áfram að lesa

Þessi banani

banana-342575_640-300x281

Á leiðinni út í búð sá ég banana. Nei, ekki forsætisráðherra Íslands heldur venjulegan, ætan banana, af þeirri gerð sem vex á svokölluðum bananatrjám, gulan en ekki með brúnum flekkjum – ennþá. Hann lá á gangstéttinni fyrir framan mig, ég tók hann upp og hann reyndist heill og ómarinn. Raddirnar í hausnum á mér kepptust við að setja fram kenningar. Halda áfram að lesa

Sóun á hæfileikum

Þegar Eynar var lítill ætlaði hann að verða drykkjumaður.
Þegar hann var unglingur ætlaði hann að verða öreigi.
Sem ungur maður vildi hann verða iðnaðarmaður og gerði eitthvað í því.
Öll þessi frómu plön hans runnu þó út í sandinn og hann endaði sem stærðfræðingur.
Nú er hann að átta sig á því að hann hefði eiginlega átt að verða ballettdansari.
#hvílíksóunáhæfileikum

Ullargarnsdraumur

Sofnaði og dreymdi að ég væri í prófi. Það var bara eitt verkefni á prófinu: „Fjallaðu um fjárstjórnarvald Alþingis í víðu samhengi“ og ég skrifaði:

1. Skattlagningarvald.
2. Fjárveitingarvald.

Á milli þessara tvíburaturna er vítt samhengi og teygjanlegt, fullt af appelsínugulu ullargarni.