Sóun á hæfileikum

Þegar Eynar var lítill ætlaði hann að verða drykkjumaður.
Þegar hann var unglingur ætlaði hann að verða öreigi.
Sem ungur maður vildi hann verða iðnaðarmaður og gerði eitthvað í því.
Öll þessi frómu plön hans runnu þó út í sandinn og hann endaði sem stærðfræðingur.
Nú er hann að átta sig á því að hann hefði eiginlega átt að verða ballettdansari.
#hvílíksóunáhæfileikum