Kenndin

Mér finnst ég ekki veikbyggð en þótt hendur hans séu ekki stórgerðar nær hann utan um báða úlnliði mína með annarri þeirra. Rennir fingurgómum yfir kviðinn á mér og horfir á mig, mosamjúkum augum. Kyssir eins og á að kyssa. Elskar eins og á að elska. Fullkomið samspil hörku og blíðu, hann les mig rétt og ég finn að hann hefur það í sér, í alvöru. Leysir böndin á silkitoppnum mínum, sem er blágrænn eins og Pegasus. Og Kenndin rís úr djúpi aldanna; þykk, svört og voldug, hellist yfir mig, gagntekur mig.
-Já, hvísla ég þótt hann hefi ekki orðað neina spurningu.
-Ertu viss?
-Já.

Skrattinn steinsofandi í sauðarleggnum uppi við Rauðhóla og bærir ekki á sér. Það er fullkomnað.

Ligg í hálfmóki einhversstaðar milli ljóðs og vímu. „Maður fær ekki allt“ hef ég svo oft sagt. Hvílk della. Maður fær einmitt allt. Stundum meira að segja eitthvað betra en það sem maður biður um. Ég hefði orðið hæst ánægð með Elías en mér datt aldrei í hug að ég fengi Pegasus í staðinn.

-Ég treysti þér Pegasus,
segi ég.
-Já, það er greinilegt, svarar hann og brosir kankvíslega eins og hann er vanur. Líklega kemur það mér meira á óvart en honum.

Það er fullkomnað.
Eftir öll þessi ár er það fullkomnað.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Kenndin

  1. ————————————-

    ég andvarpaði á góðan hátt, svona með sæluhrollsívafi…

    Posted by: baun | 13.11.2007 | 18:23:44

    —   —   —

    Já, mér fannst þetta virkilega fallegt aflestrar. 🙂

    Posted by: Unnur María | 14.11.2007 | 11:36:42

    —   —   —

    Crapp hvað ég vona, crapp hvað ég þrái að púslan þín límist við hvíta hestinn. ég þrái það meira en allur kraftur hafsins að þú hafir fundið betri vin,elskhuga mann en aumingjam hann Elías, því það á það eingin meira skilið að passa, vera með. fjóta og vera til. Kveðjur frá illvæti. ekki nota sálir sem mælistiku, það brennur og er ekki gott fyiri þína sál vinur þinn Dreingurinn.

    Posted by: Dreingurinn | 15.11.2007 | 2:52:06

    —   —   —

    Veistu það Drengurinn minn að hann Elías kom aldrei illa fram við mig. Hann bara hafði ekki nógu mikla þörf fyrir návist mína til þess að klára líffræðina og koma sér svo heim aftur. Ég hef aldrei lagst í neitt harmarunk yfir því.

    Það er ekki hægt að krefjast þess að einhver elski mann nógu mikið til að fórna einhverju. Það er hinsvegar hægt að krefjast heiðarlegrar framkomu.

    Posted by: Eva | 15.11.2007 | 14:23:03

    —   —   —

    Samt spyr maður sig „Ég hefði orðið hæst ánægð með Elías en mér datt aldrei í hug að ég fengi Pegasus í staðinn“ hvað þýðir þetta ef ekki að Elías sé minni maður, ef ég væri Elías og myndi lesa þetta þá myndi mig svíða samanburðurinn held ég. Sem er ástæðan fyrir því að ég bað þig um ekki nota sálir sem mælistiku. Elías var þrát fyrir allt einn af mökunum og þó ég þoli ekki manninn var hann vinur þinn, kanski á hann betra skilið (þó ekki frá mér).

    Posted by: Dreingurinn | 15.11.2007 | 16:58:30

    —   —   —

    Hafðu ekki áhyggjur af Elíasi elskan, hann er prýðilega læs á skáldskap og veit þessvegna alveg hvað ég er að fara. Ég veit að þú ert lítill kvæðamaður en hér er slóðin http://www.nornabudin.is/sapuopera/2005/05/elias.html

    Hvað í ósköpunum áttu við með því að nota ekki sálir sem mælistiku? Stundum held ég að það sért þú sem ert skáldið hér en ekki ég.

    Posted by: Eva | 15.11.2007 | 17:56:41

    —   —   —

    Hvat er eiginlega i gangi?

    Posted by: Elijah | 15.11.2007 | 19:26:15

    —   —   —

    Ég sat núna og horfði á börnin mín sofa, það er á slíkri stundu sem færist yfir mig slíkur friður að ég kem hugsunum mínum í reglu og ég get gert upp við sjálfan mig undanfarna atburði.

    Kenndin hellist yfir þig en aldrei grunaði mig að ég ætti eftir að kynnast slíkri tilfinningu! Ég veit ekki hvort þú vissir að ég gæti átt það til en þú veist svo margt. Tilfinniningin sem ég upplífði var líklega sama og þín þó að ‘kenndin’ væri gjörólík. Hún var bæði ógnvekjandi og falleg um leið.

    Þú treystir mér, það er gott að vera treyst.

    Þó að við höfum elskast oft eftir þessa nótt og talað um hana þá var það sem skeði þessa nótt einstakt og við stöðvuðum tímann, ekkert annað skipti máli. Ein mínúta var eitt ár og eitt ár var ein mínúta. Ég snerti andlit guðanna og verð aldrei samur aftur.

    Ég elska þig.

    Posted by: Pegasus | 17.11.2007 | 23:06:20

    —   —   —

    Drengur. Ég faldi nýjasta kommentið þitt við þessa færslu. Þú veist hvers vegna.

    Posted by: Eva | 23.11.2007 | 8:57:23

    —   —   —

    já það var rétt gert. takk fyrir það, ég á ekki að tala opið á netinu. afsakið ef ég fór út fyrir mitt svið.

    Posted by: Drengurinn | 23.11.2007 | 23:34:08

Lokað er á athugasemdir.