Óvænt

Ragnar á efri hæðinni færði mér hvítvínsflösku. Það gleður mig svo mikið. Ekki af því að ég sé svo mikill hvítvínssveglur heldur af því að mér þykir svo vænt um svona vináttuvott. Þetta var líka mjög óvænt. Hann hefur að vísu alltaf verið mjög notalegur í framkomu en ég bjóst ekki við þessu. Og neinei, hann er ekki að reyna við mig. Sumt fólk er bara svona indælt.

Best er að deila með því að afrita slóðina