Heimskona

Ég efast um að tengdadóttir mín, hin eðalborna, hafi vanist því sem hluta af daglegum heimilisstörfum að pödduhreinsa greinar og tæta sundur hálfúldin hrafnahræ. Ég hefði búist við því að stúlka sem er alin upp í höll, segði allavega oj, en mín lætur ekki annað á sér sjá en að þetta sé allt saman fullkomlega eðlilegt.

Heimskona er sú sem er jafnhæf til að sitja veislur aðalsmanna, skipuleggja mótmælaaðgerðir og brúka þorskhaus til galdrakúnsta.

Best er að deila með því að afrita slóðina