Spegilmynd Syngibjargar

Ég man sjaldan drauma en í nótt dreymdi mig bloggara sem ég veit ekki til þess að ég hafi hitt.

Fannst ég vera að koma út af almenningssalerni (man ekki eftir neinum mannaskít eða öðru spennandi og táknrænu) og við handlaugarnar stóð kona. Ég sá spegilmynd hennar og fannst ég eiga að kannast við hana. Ég spurði hana hvort við þekktumst og hún kvaðst heita Syngibjörg.

Þennan draum má líkega túlka á þann veg að hjálpræði mitt felist í því að;
a) syngja
b) lesa blogg Syngibjargar
c) lesa blogg ókunnugra
d) halda til á almenningssalernum
e) heimsækja Vestfirði
f) setja inn tengil á blogg Syngibjargar

Einnig gæti draumurinn merkt að þeir sem lesa bloggið mitt fái ljósari mynd af söngkonum á landsbyggðinni en mér sjálfri og er það vel.

Fleiri túlkunartillögur óskast.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Spegilmynd Syngibjargar

Lokað er á athugasemdir.