Jól í aðsigi -ííííts!

Ég sá á blogginu hennar Rögnu að þar á bæ er jólakortagerð að hefjast. Mikið lifandis skelfing eru þessar konur duglegar. Ég tel mig góða ef mér tekst að hefja jólaundirbúning 10. desember. Þegar ég verð búin að jafna mig eftir þetta smá slys sem ég lenti í um daginn (hélt að það væri bara smáskeina en reyndist hafa skorið inn í bein) og get farið að þrífa af einhverju viti heima hjá mér, get ég litið á það sem forstigsjólahreingjörning.

Kannski get ég notað dauða tíma í búðinni til að láta Búðarsveininn föndra fyrir mig jólakort. Það yrði fróðlegt að sjá útkomuna. Hann er listrænn strákurinn, samdi m.a. texta sem heitir „Ég elska að ríða Satan“ fyrir metal-hljómsveitina sína. Ég held samt að það sé ekki jólalag.

Best er að deila með því að afrita slóðina