Ég held að gagnrýnandinn í mér sé vanstilltur

Borgarleikhúsið er vinur minn. Gaf mér frímiða á Draumleik. Við Spúnkhildur fórum í gær og það var dásamlegt. Svo fékk ég líka pakka og það var líka dásamlegt. Ég er annars að pæla í því hvort ég sé kannski óttalegur hálfviti á sviði leikhúss. Ég er búin að sjá helling í vetur og mér hafa þótt allar þessar sýningar góðar. Misfrábærar að vísu en engin sem ég hef ekki notið. Er ekki eitthvað að ef vantar í mann gagnrýnandann? Eða standa leikhúsin sig bara svona geypilega vel?

Hmmm… ég er allavega ekki í neinum vandræðum með að gagnrýna Arnald. Er sokkin í þá lágkúru að lesa bókina með því hugafari að finna sem mest af hallæri. Venjulega hendi ég bók frá mér ef mér leiðist hún í 3.ja kafla en nú læt ég eymingja Arnald næra í mér illkvittnina. Ég er ekkert spennt yfir sögunni en er orðin rosalega spennt yfir því að sjá hverju honum tekst að klúðra næst. Verst hvað ég á erfitt með að skammast mín fyrir að hugsa svona. Það er náttúrulega ekkert í lagi.

Best er að deila með því að afrita slóðina