Ætlar Sannleiksráðuneytið að leiðrétta heilbrigðisyfirvöld?

Mér varð satt að segja nokkuð brugðið þegar ég sá að ein þeirra sem eiga sæti í vinnuhópi sem stefnt er gegn „upplýsingaóreiðu“ Anna Lísa Björnsdóttir hefur birt lista yfir áreiðanlega blaðamenn „og aðra“ sem skrifa um kórónufaraldurinn. Halda áfram að lesa

Meðlimur í ritskoðunarhópi Þjóðaröryggisráðs birtir lista yfir áreiðanlega blaðamenn

Ég hef þegar velt vöngum yfir þeirri undarlegu ákvörðun að koma á fót vinnuhópi sem á að skera úr um það hvaða upplýsingar teljist falsfréttir. Sérstaklega í ljósi þess að þegar hafa komið fram vægast sagt vafasamar hugmyndir um það hvað teljist falsfrétt og hvað ekki.

Halda áfram að lesa

Ætlar Elfa Ýr Gylfadóttir að ritskoða gagnrýni á Evrópusambandið?

Í framhaldi af umfjöllun um takmarkanir á tjáningarfrelsi í Evrópu

Í því flóði misskilnings, áróðurs og vafasamra upplýsinga sem alltaf fylgja krísum er þörf á áreiðanlegum fjölmiðlum. Eitthvað virðast íslensk yfirvöld efast um getu eða vilja fjölmiðla til þess að miðla réttum upplýsingum sem varða kórónufaraldurinn, því nú á, í nafni þjóðaröryggis, að koma á koppinn vinnuhópi sem á að „… kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.“ Halda áfram að lesa