Saga strokuþræls – sagan í heild

Söguna skráði ég með aðstoð túlks, konu frá Senegal sem talar bæði ensku og Wolof, móðurmál Mouhameds en hann talaði enga ensku þegar hann kom til Íslands. Hún gat einnig útskýrt fyrir mér ýmislegt varðandi menninguna og bent Mouhamed á atriði sem skipta máli sem mér datt ekki í hug að spyrja um.  Eftir að Mouhamed fór að geta tjáð sig á ensku kom í ljós að ég hafði misskilið nokkuð atriði – ekkert sem skiptir máli þó, Sagan er hér uppfærð frá fyrstu gerð til samræmis við þær leiðréttingar.

 

Mouhamed Lo fæddist í ánauð einhversstaðar í suðurhluta Máritaníu. Hann telur líklegast að hann sé fæddur um miðjan desember 1988 en þar sem fæðingar þrælabarna eru hvergi skráðar, er útilokað að fá það staðfest. Fæðingarstofan var tjaldið sem foreldrar hans bjuggu í og fæðingalæknirinn ólæs kona sem hafði numið af móður sinni og hafði óljósa hugmynd ef þá nokkra, um nútíma lyf og lækningatól. Halda áfram að lesa