Ísland best í heimi – líka í sóttvörnum

„Allir þeir sem hafa komið að utan og við höfum greint með sýkingu eru íslenskir ferðamenn.“ Þetta var haft eftir sóttvarnarlækni í fjölmiðlum fyrir viku. Ekki fylgir sögunni hversu margir erlendir ferðamenn höfðu verið prófaðir. Daginn eftir lést erlendur ferðamaður af völdum veirunnar og konan hans greindist einnig með kórónu og var sett í einangrun. Samkvæmt erlendum fréttum var hinn látni 36 ára. Ekki hef ég orðið þess vör að blaðamenn spyrðu sóttvarnarlækni út í það hvort til stæði að skima fyrir veirunni hjá fleiri ferðamönnum. Halda áfram að lesa