Gjöf til Stöðvar 2 – leiðbeiningar handa Ómari

Þegar Paul Ramses var fluttur nauðugur úr landi, vissi ég ekkert um stjórnmál og samfélagsástand í Kenía, annað en að eftir mannskæðar ættbálkaerjur í kjölfar kosningasvindls, hefðu óvinir ákveðið að deila með sér völdum. Mál flóttamannsins og fjölskyldu hans vakti áhuga minn og ég hef lesið fjölda greina um Kenía síðan. Halda áfram að lesa

Er Ramses glæpamaður og loddari?

Áhugaverð umræða um mál Pauls Ramses hefur farið fram á tjásukerfi Gunnars Th. Gunnarssonar síðustu daga. Gunnar varpar fram þeirri spurningu hvort Gervasoni málið sé að endurtaka sig. Ég útiloka ekkert þann möguleika. Flóttamenn í heiminum eru einfaldlega of margir til þess að sé raunhæft að gera ráð fyrir því að allir sem hingað leita séu sómamenn og drengir góðir. Halda áfram að lesa

Það skyldi þó aldrei vera?

Í morgun röltu tveir óvopnaðir leppalúðar inn á Keflavíkurflugvöll.Þar skottuðust þeir dágóða stund í trausti þess að flugumferðarstjórar ynnu fyrir kauphækkuninni sem þeir fengu á dögunum. Aðgerðin tókst vonum framar. Þeir töfðu m.a.s. flugvél með Paul Ramses innanborðs í því að fara í loftið. Ekki lengi að vísu en vélin stoppaði.

Halda áfram að lesa

Lygaþvælan um Paul Ramses

 Allt er með kyrrum kjörum í Kenía, segja þeir, engir flóttamenn og engin stjórnarandstaða.

Jón Bragi benti á þessa heimild en samkvæmt henni kom 31 hælisleitandi frá Kenía til Svíþjóðar á síðasta ári. Ekki kemur fram hvort einhverjir þeirra sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn eða hvort allt þetta fólk var gjörsamlega ópólitískt en einhvern fjandann var fólkið að flýja.

Halda áfram að lesa

Hvaða hin hlið?

Réttlætingar Útlendingastofnunar´, dæmi hver fyrir sig.

Og neinei, ég er ekki fúl út í neinn fyrir að vera ekki búinn að setja nafnið sitt á undrskriftalistann, það er bara virðingarvert að vilja kynna sér málin fyrst. Ég er hinsvegar hundfúl út í þá sem láta eins og þeim komi þetta ekki við, nenna ekki að kynna sér málið eða þora ekki að taka afstöðu.
Hér er grein sem allir ættu að lesa. Einkum þeir sem eru ekki búnir að skrifa undir. Kíkja líka á þetta takk.

Hér fyrir neðan má sjá svar dómsmálaráðherra sjálfs um meðferð Íslendinga á flóttafólki, dæmi hver fyrir sig. Halda áfram að lesa

Bætum Ramses við ímyndina

Jafnvel dómstóll Moggabloggsins virðist hafa skilning á aðgerðinni í nótt.Mál Keníamannsins er auðvitað með ólíkindum. Ég er ekki hissa á því að hafi þurft að pilla honum úr landi með korters fyrirvara, annars hefði almenningur sagt obbobobbobobb. Ef fréttirnar hefðu borist aðeins hálfum sólarhring fyrr hefði gefist tími til að mótmæla þessu og ekki vildu nú íslensk yfirvöld láta trufla sig í því að fullnægja því réttlæti sem tíðkast í landi frumkvæðis, frelsis og hvað það nú var, hreinnar náttúru kannski?

Ég veit að fullt af fólki brást við strax eftir sjónvarpsfréttir í gær og sendi Ingibjörgu Sólrúnu tölvupóst en hverjar eru líkurnar á því að hún hafi lesið þann póst fyrr en vélin var farin í loftið í morgun?

Í mínum kunningjahópi kom fram ein hugmynd um aðgerð sem hugsanlegt væri að næði eyrum ráðamanna ÁÐUR en Paul Ramses kveddi íslenska grund. Hún var sú að hlaupa út á flugbrautina og reyna að tefja vélina í því að fara í loftið. Þetta var eina hugmyndin sem ég hef ennþá séð sem átti nokkurn möguleika á að vekja athygli í tæka tíð. Ég er innilega stolt af þeim sem þó reyndu.

Paul Ramses má ekki gleymast

Vakin um miðja nótt. Treð mér í gallann utan yfir náttfötin og hendist út. Andskotans enginn tími til að undirbúa aðgerð og við vitum svosem fyrirfram að vélin verður ekki stöðvuð. En maður getur ekki bara setið með hendur í skauti á meðan íslensk stjórnvöld henda pólitískum flóttamanni úr landi, án þess að Útlendingastofnun hafi einu sinni tekið málið fyrir. Óundirbúin aðgerð er skárri en engin. Tveir handteknir en þeir reyndu þó. Halda áfram að lesa