Fólk er bara alveg hætt að lesa!

Nú eru bókaútgefendur víst alveg að missa sig yfir þverrandi bóksölu. Það er varla fréttnæmt að dregið hafi úr sölu pappírsbóka, bara það sem við var að búast. Viðbrögð þeirra sem hafa tekjur af bókaútgáfu eru skiljanleg, það er vesen að þurfa að finna nýja tekjulind. Áhyggjurnar af forheimskun lýðsins eru hinsvegar dálítið hjákátlegar. Ályktunin sem dregin er af sölutölum er í hnotskurn þessi: Fólk er bara hætt að lesa!  Halda áfram að lesa

Með dúndrandi hjartslátt í fyrsta prófinu, eftir 30 ára hlé frá námi

Sigríður Guðný Björgvinsdóttir lauk námi í landfræði 2012 og starfar nú við fornleifaskráningu hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Í viðtali við Kvennablaðið segir Sigríður frá starfi sínu og þeirri ákvörðun sinni að afla sér háskólamenntunar eftir nær þriggja áratuga hlé frá námi.  Halda áfram að lesa