Eððú sért ekki með okkars í liði…

Lýðræði, eins og það er ástundað í okkar samfélagi, merkir að fjöldinn felur stjórnmálaflokkum að setja lög. Lögin eru svo mótuð eftir hagsmunum flokkseigenda sem einnig hafa umtalsverð áhrif á það hverjir veljast í valdastöður.  Mikið lifa þeir í litlum og þröngum heimi sem álíta að hver sá sem ekki er hrifinn af þessu fyrirkomulagi vilji endilega koma á marxisma. Ég þekki persónulega einn mann sem hefur áhuga á að koma á samfélagi sem mótað er eftir marxískri fyrirmynd. Einn. Og vinir hans hía á hann. Halda áfram að lesa