Eððú sért ekki með okkars í liði…

Lýðræði, eins og það er ástundað í okkar samfélagi, merkir að fjöldinn felur stjórnmálaflokkum að setja lög. Lögin eru svo mótuð eftir hagsmunum flokkseigenda sem einnig hafa umtalsverð áhrif á það hverjir veljast í valdastöður.  Mikið lifa þeir í litlum og þröngum heimi sem álíta að hver sá sem ekki er hrifinn af þessu fyrirkomulagi vilji endilega koma á marxisma. Ég þekki persónulega einn mann sem hefur áhuga á að koma á samfélagi sem mótað er eftir marxískri fyrirmynd. Einn. Og vinir hans hía á hann. Halda áfram að lesa

Að kjósa í útlöndum

Allt útlit er fyrir að ný stjórnarskrá verði grundvölluð á tillögum Stjórnlagaráðs. Með gerð þessarar tillögu var stigið mikilvægt skerf í átt til þátttökulýðræðis. Fordæmi hefur verið sett og rökrétt framhald er að almennir borgarar taki beinan þátt í því að móta lagafrumvörp um stór mál og að fleiri mál verði borin undir almenna borgara. Halda áfram að lesa

Þessvegna eiga fíflin að fá að kjósa

Ég er ekkert ‘forundrandi’ þótt fólk sem fyrir nokkrum mánuðum vildi helst þjóðaratkvæðagreiðslur um sem flest mál, ásaki forsetann nú um ‘einræðistilburði’. Þegar allt kemur til alls er fólk fífl og það er nú það sem menn óttast. Lýðræðið er hættulegt þar sem lýðurinn samanstendur af fíflum.  Halda áfram að lesa

Um ömurleik fulltrúalýðræðis

Ég trúi því að oftast sé stærsta ástæðan fyrir því að fólk býður sig fram til þingmennsku áhugi á pólitík og löngun til að hafa áhrif. Þegar fólk er svo búið að sitja á þingi í nokkurn tíma og fá staðfest að það hefur engin áhrif á meðan það er í minnihluta, fer það svo að keppa eftir völdum. Þegar þingmaðurinn er orðinn ráðherra og ræður samt enn ekki neinu er starf hans þegar farið að snúast um eitthvað allt annað en að ná fram yfirlýstum markmiðum. Hann þarf að halda vinsældum sínum, eða draga úr óvinsældum og til þess þarf að fórna prinsippum.

Það er nákvæmlega sama hvaða dýrðlingur sest í stól forsætisráðherra, á meðan almenningur lætur sér nægja að græða á daginn og grilla á kvöldin; á meðan almenningur afsalar sér ábyrgð á pólitískum ákvörðunum, afhendur ‘fulltrúum’ vald til að hugsa fyrir sig, þá mun allt starf Alþingis einkennast af valdaströggli og vinsældasamkeppni.

Ríkisstjórnin hefur tekið nokkur gæfuspor undanfarið. Það er vissulega framför að leyndinni skuli loksins hafa verið létta af orkusölu til stóriðju og mér hugnast einkar vel sú stefna að draga úr auglýsingabrjálæði stjórnmálaflokkanna. Ekki skil ég hvað Íslendingar
Bara það eitt að heilt efnahagskerfi hafi hrunið án þess að vinstri flokkarnir yrðu vinstri sinnaðir, segir okkur allt sem segja þarf um ágæti fulltrúalýðræðisins.

Kaus ekki

Ég kaus ekki. Ég er þegar búin að slíta viðskiptasambandi við Ísland og gefa þannig mjög afdráttarlaust svar um að ég ætli ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja sem ég hef aldrei gengist í neina ábyrgð fyrir. Mér finnst rétt að þeir sem ætla að búa á landinu áfram ráði því sjálfir hvort og hvernig þeir borga skuldir annarra. Ég myndi hinsvegar taka þátt í kosningu um málefni sem varða hagsmuni alheimsins. Halda áfram að lesa

Lýðræðið er pulsa

Fyrir nokkrum vikum setti listamaður upp á Háskólatorgi verk sem lýsir eðli þess lýðræðis sem við búum við.Þetta er myndband sem sýnir fólk að borða pylsur. Þú mátt velja hvaða meðlæti þú færð með pylsunni þinni af því að þú ert svo rosalega frjáls. Pylsan/pulsan er samt sem áður það eina sem er í boði. Þú horfir á pylsugerð og fólk borða pylsur svo lengi að þú kemst að raun um að hvorugt sé sérlega geðslegt, hvað þá skemmtilegt. Halda áfram að lesa