„Hrímland úr Kalmar – krúnan burt!“

hrimland-688x451Hrímland eftir Alexander Dan Vilhjálmsson er undarleg saga; hápólitísk fantasía sem gerist á óræðum tíma í Reykjavík í aðdraganda uppreisnar. Nafn sögunnar er vísun í Crymogæu eftir Arngrím Jónsson lærða. Því riti var ætlað að leiðrétta hugmyndir útlendinga um Ísland en saga Alexanders er til þess fallin að leiðrétta hugmyndir Íslendinga um eigið samfélag. Halda áfram að lesa

Stal amma hönnun Baldrúnar og Rebekku eða stálu þær frá ömmu?

vettlingarÞegar ég var lítil prjónaði amma Hulla æðislega barnavettlinga. Þeir voru með klukkuprjónssmokk sem náði nógu hátt upp á upphandlegginn til að engin hætta væri úlnliðurinn væri óvarinn milli vettlings og úlpuermar og nógu víður til að hægt væri að nota hann utan yfir peysuermi. Halda áfram að lesa

Hallelujah

Hallelujah, dýrð sé Gvuði, eftir Leonard Cohen er sennilega eitthvert vinsælasta lag síðustu ára. Gott lag, grípandi, sönghæft án þess að vera of einfalt. Ég held reyndar að textinn eigi töluverðan þátt í þessum miklu vinsældum en þar er tekist á við dýpstu kennd mannsins, ástina, sem færir manni ekki endilega hamingju en er þó svo ólýsanlega dýrðleg. Mér skilst að Cohen hafi ort á sjöunda tug erinda. Ég þekki aðeins sjö þeirra en í þeim renna ástin, listin og trúin saman í eitt allsherjar hallelujah, lofgjörð sem er þó svo brothætt og jarðbundin að hvergi örlar á væmni.

Halda áfram að lesa

Æi greyin mín

Voðalega fer það illa í fínu taugar landans ef einhverjum lúða tekst að fá óskir sínar uppfylltar.

Ætli það hafi nú ekki skeð á hærri stöðum að menn hafi skrifað sín eigin meðmæli eða fengið vini sína til þess og sent þau svo til undirritunar? Og hvað með það þótt Geir garmurinn hafi fengið Vigdísi og Ólaf í lið með sér? Skaðar það einhvern? Er það ósiðlegt? Halda áfram að lesa

Þversögnin í umræðunni um Silvíu Nótt

sylvíaÍslendingar lifa sig inn í Júróvissjón. Annað menningarlíf leggst nánast af á meðan á keppninni stendur og þjóðin liggur í þynnku daginn eftir.

Íslendingar senda fulltrúa sinn til keppni. Að þessu sinni kemur meirihlutinn sér saman um leikna persónu, holgervingu sýndarraunsæisstefnunnar sem gegnsýrir alþýðumenningu okkar þessa dagana. Halda áfram að lesa