Fólk er bara alveg hætt að lesa!

Nú eru bókaútgefendur víst alveg að missa sig yfir þverrandi bóksölu. Það er varla fréttnæmt að dregið hafi úr sölu pappírsbóka, bara það sem við var að búast. Viðbrögð þeirra sem hafa tekjur af bókaútgáfu eru skiljanleg, það er vesen að þurfa að finna nýja tekjulind. Áhyggjurnar af forheimskun lýðsins eru hinsvegar dálítið hjákátlegar. Ályktunin sem dregin er af sölutölum er í hnotskurn þessi: Fólk er bara hætt að lesa!  Halda áfram að lesa