Heilindaramminn

Eitt af fyrstu embættisverkum Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem ætlað var að finna leiðir til auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Ég hefði reyndar getað sagt Katrínu, án þess að taka krónu fyrir það, að skilvirkasta leiðin til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu eru heiðarleiki og vönduð vinnubrögð. Stjórnsýslan þarf að fara að lögum og hætta að líta á stjórnsýslustofnanir sem einkafyrirtæki og stjórnmálamenn þurfa að vera sjálfum sér samkvæmir. Það kemur mér því ekkert sérstaklega á óvart að starfshópurinn telji nauðsynlegt að byggja á heilindahugtakinu.

Halda áfram að lesa

Yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland er fundin!

Vera má að hernaðarbandlög séu nauðsynlegt (en ekki nægjanlegt) skilyrði þess að fyrirbyggja átök og stöðva grimmdarverk. Nú skulum við gefa okkur það í smástund og sömuleiðis að aðild Íslands að NATO eigi rétt á sér. Margt bendir til þess að ógnarstjórn Assads Sýrlandsforseta hafi, með fulltingi Rússa, beitt efnavopnum í Douma nú á dögunum. Slíkt á aldrei að líðast en þar sem Öryggsráð Sameinuðu þjóðanna þjónar ekki heimsfriði heldur hagsmunum fimm stórvelda er ekki hægt að ná samstöðu um refsiaðgerðir eða nokkrar þær aðgerðir sem gætu dregið úr hættunni á eiturefnahernaði. Og þegar alþjóðastofanir bregðast kann að vera réttlætanlegt að fara fram hjá alþjóðalögum. Lög á aldrei að setja ofar mannúðarsjónarmiðum. Halda áfram að lesa

Almenningur hefur áhrif

Ein af fjölmörgum árásum Tyrkja á Afrín. Myndin er héðan.

Macron Frakklandsforseti hefur boðið fram aðstoð sína við sáttamiðlun milli Tyrkja og Kúrda. Samkvæmt fréttastofu Reuters eru þetta viðbrögð hans við þrýstingi heima fyrir. Þrýstingur þarf ekki bara að koma frá stjórnmálamönnum og mannréttindahreyingum, það skiptir líka máli að hinn almenni borgari komi skoðunum sínum á framfæri við stjórnvöld. Halda áfram að lesa