Meira en 2000 vilja láta smita sig af kórónu

Vaxandi áhugi er fyrir þeirri hugmynd að flýta fyrir þróun kórónufaraldursins með því að smita unga, heilbrigða sjálfboðaliða og mynda þannig hjarðónæmi án bólusetningar. Grasrótarhreyfing sem kallar sig „Deginum fyrr“ (1 Day Sooner) skráir sjálboðaliða á netinu og þegar þetta er ritað hafa 2384 manns frá 52 löndum boðið sig fram. Halda áfram að lesa

Boris okkar – eða einn úr hjörðinni?

Boris Johnson er veikur. Það snertir okkur – ekki af því að hann sé svo mikilvægur maður heldur af því að við vitum hver hann er. Hann er ekki bara einn af þessum 55.000 Bretum sem hafa greinst með kórónusmit. Ekki bara einn af þessum 1600 Bretum sem liggja á gjörgæslu vegna veirunnar. Ekki bara einn þeirra sem gætu bæst í hóp þeirra 6000 Breta sem hafa dáið á síðustu vikum, eftir að hafa kvatt ástvini sína í gegnum Skype. Ekki bara einn úr hjörðinni heldur manneskja með nafn og andlit. Halda áfram að lesa

Ísland best í heimi – líka í sóttvörnum

„Allir þeir sem hafa komið að utan og við höfum greint með sýkingu eru íslenskir ferðamenn.“ Þetta var haft eftir sóttvarnarlækni í fjölmiðlum fyrir viku. Ekki fylgir sögunni hversu margir erlendir ferðamenn höfðu verið prófaðir. Daginn eftir lést erlendur ferðamaður af völdum veirunnar og konan hans greindist einnig með kórónu og var sett í einangrun. Samkvæmt erlendum fréttum var hinn látni 36 ára. Ekki hef ég orðið þess vör að blaðamenn spyrðu sóttvarnarlækni út í það hvort til stæði að skima fyrir veirunni hjá fleiri ferðamönnum. Halda áfram að lesa