Yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland er fundin!

Vera má að hernaðarbandlög séu nauðsynlegt (en ekki nægjanlegt) skilyrði þess að fyrirbyggja átök og stöðva grimmdarverk. Nú skulum við gefa okkur það í smástund og sömuleiðis að aðild Íslands að NATO eigi rétt á sér. Margt bendir til þess að ógnarstjórn Assads Sýrlandsforseta hafi, með fulltingi Rússa, beitt efnavopnum í Douma nú á dögunum. Slíkt á aldrei að líðast en þar sem Öryggsráð Sameinuðu þjóðanna þjónar ekki heimsfriði heldur hagsmunum fimm stórvelda er ekki hægt að ná samstöðu um refsiaðgerðir eða nokkrar þær aðgerðir sem gætu dregið úr hættunni á eiturefnahernaði. Og þegar alþjóðastofanir bregðast kann að vera réttlætanlegt að fara fram hjá alþjóðalögum. Lög á aldrei að setja ofar mannúðarsjónarmiðum. Halda áfram að lesa