Æi greyin mín

Voðalega fer það illa í fínu taugar landans ef einhverjum lúða tekst að fá óskir sínar uppfylltar.

Ætli það hafi nú ekki skeð á hærri stöðum að menn hafi skrifað sín eigin meðmæli eða fengið vini sína til þess og sent þau svo til undirritunar? Og hvað með það þótt Geir garmurinn hafi fengið Vigdísi og Ólaf í lið með sér? Skaðar það einhvern? Er það ósiðlegt? Halda áfram að lesa

Þversögnin í umræðunni um Silvíu Nótt

sylvíaÍslendingar lifa sig inn í Júróvissjón. Annað menningarlíf leggst nánast af á meðan á keppninni stendur og þjóðin liggur í þynnku daginn eftir.

Íslendingar senda fulltrúa sinn til keppni. Að þessu sinni kemur meirihlutinn sér saman um leikna persónu, holgervingu sýndarraunsæisstefnunnar sem gegnsýrir alþýðumenningu okkar þessa dagana. Halda áfram að lesa