Ætlar Elfa Ýr Gylfadóttir að ritskoða gagnrýni á Evrópusambandið?

Í framhaldi af umfjöllun um takmarkanir á tjáningarfrelsi í Evrópu

Í því flóði misskilnings, áróðurs og vafasamra upplýsinga sem alltaf fylgja krísum er þörf á áreiðanlegum fjölmiðlum. Eitthvað virðast íslensk yfirvöld efast um getu eða vilja fjölmiðla til þess að miðla réttum upplýsingum sem varða kórónufaraldurinn, því nú á, í nafni þjóðaröryggis, að koma á koppinn vinnuhópi sem á að „… kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.“ Halda áfram að lesa