Afsökunarbeiðni til DV

Höfundarréttarmál hafa verið töluvert í umræðunni síðustu árin enda hefur umhverfi höfundarréttar breyst töluvert með almennri netnotkun. Samband höfundar og neytanda er ekki svo einfalt að höfundur framleiði og neytandi neyti, heldur á höfundur í sumum tilvikum líf sitt undir því að neytendur dreifi verkum hans, án þess að greiðsla komi fyrir, svo þversagnakennt sem það nú er. Þetta á ekki síst við um greinaskrif og tónlist.

Halda áfram að lesa

Góð þjónusta hjá DV

Það hefur marga kosti að halda úti bloggi. Maður mótar sína eigin ritstjórnarstefnu, skrifar um það sem manni bara sýnist og þarf ekki að hafa áhyggjur af orðafjölda. En stundum skiptir máli að ná til stærri lesendahóps en fastagesta á blogginu og þá getur verið hentugt að biðja blöðin að birta grein. Oftast gera þau það en maður getur þó ekki vænst þess að aðsendar greinar séu settar í forgang. Halda áfram að lesa

DV er ógeð

dv_oglogo

Plúsinn svona ansi snjall í dag. Býður landanum tveggja mánaða áskrift að þeim ómerkilega snepli DV með svarmöguleikunum Já takk ég þori og vil gerast áskrifandi að DV í 2 mánuði og fá 2 miða á Sailesh og Nei takk, ég þori ekki.

Ég sé ekki í fljótu bragði að það þurfi sérstakt hugrekki til að láta fóðra sig á ærumeiðandi kjaftasögum. Ef það er fáránleiki fyrirsagnanna sem heillar er nærtækara að kíkja á Baggalút. Það kostar ekkert og þar sem sú netsíða er kynnt undir merkjum fáránleika, ættu fréttir og fyrirsagnir sem þar birtast ekki að skaða neinn alvarlega. Sá vondi blöðungur DV þykist hinsvegar færa okkur alvöru fréttir sem er öllu alvarlegra.

Þar sem Plúsinn býður ekki upp á svarmöguleikann Nei, ég borga ekki fyrir pappír undir kattasandinn eða Nei, ég styð ekki blað sem hefur sorpfréttamennsku að yfirlýstu markmiði svaraði ég þessari auglýsingu ekki.