Boris okkar – eða einn úr hjörðinni?

Boris Johnson er veikur. Það snertir okkur – ekki af því að hann sé svo mikilvægur maður heldur af því að við vitum hver hann er. Hann er ekki bara einn af þessum 55.000 Bretum sem hafa greinst með kórónusmit. Ekki bara einn af þessum 1600 Bretum sem liggja á gjörgæslu vegna veirunnar. Ekki bara einn þeirra sem gætu bæst í hóp þeirra 6000 Breta sem hafa dáið á síðustu vikum, eftir að hafa kvatt ástvini sína í gegnum Skype. Ekki bara einn úr hjörðinni heldur manneskja með nafn og andlit. Halda áfram að lesa