Heilindaramminn

Eitt af fyrstu embættisverkum Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem ætlað var að finna leiðir til auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Ég hefði reyndar getað sagt Katrínu, án þess að taka krónu fyrir það, að skilvirkasta leiðin til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu eru heiðarleiki og vönduð vinnubrögð. Stjórnsýslan þarf að fara að lögum og hætta að líta á stjórnsýslustofnanir sem einkafyrirtæki og stjórnmálamenn þurfa að vera sjálfum sér samkvæmir. Það kemur mér því ekkert sérstaklega á óvart að starfshópurinn telji nauðsynlegt að byggja á heilindahugtakinu.

Halda áfram að lesa