Pólitískt uppeldi á leikskólum

Þeir eru sennilega fáir sem átta sig á því hvað það er merkilegt að leikskólabörn taki virkan þátt í því að búa til umferðarmerki.

Þetta er nefnilega alls ekki bara krúttlegt uppátæki heldur hápólitísk aðgerð. Sú stefna að virkja börn til þátttöku í svona verkefnum er nefnilega liður í því að skapa þátttökusamfélag. Raunverulegt lýðræði þar sem hver einasti borgari hefur raunverulegt tækifæri til að setja mark á umhverfi sitt og hafa áhrif á umræðuna. Halda áfram að lesa

Er skólaskylda nauðsynleg?

Jón Gnarr nefnir möguleikann á því að afnema skólaskyldu og eins og venjulega þegar anarkískar hugmyndir ber á góma, grípur fólk um hjartað og sér fyrir sér allsherjar kaos. Dettur helst í hug að skólanir verði skyndilega opnaðir og börnunum hleypt út eins og kúm að vori, Fermingjardrengir látnir taka afstöðu til þess hvort þeir ætli að gefa frekara nám upp á bátinn og snúa sér þess í stað að fíkniefnaneyslu af fullum krafti. Mæður neyðast til að hætta í vinnunni til að koma heim og sinna uppfræðsluhlutverkinu og smábörn einangrast félagslega. Og þar sem það gengi ekki til lengdar að troða konum aftur bak við eldavélina myndu spretta upp einkaskólar og tilheyrandi kapílísk mismunun. Halda áfram að lesa

Af hverju nýtast íslenskir kennarar svona illa?

Það er með öllu óþolandi að opinberir starfsmenn komist upp með að vinna ekki nema 35% þess tíma sem þeim fá greiddan.

Hvað er þetta fólk eiginlega að gera í vinnunni? Af hverju þurfa íslenskir kennarar svona langan tíma í undirbúning og yfirferð miðað við hin OECD ríkin? Af hverju fer meiri tími í foreldrafundi, agamál og eineltismál hjá íslenskum kennurum en kennurum í samanburðarlöndunum? Halda áfram að lesa

Sammála

Ég sé ekki að það sé í verkahring kennara að skipta sér að því hverjum fólk býður til veislu og hverjum ekki. Ég sé heldur ekkert sem réttlætir þá kröfu að öllum bekknum sé boðið.

Þegar sonur minn varð 12 ára vildi hann ekki bjóða einum drengjanna í bekknum sínum í afmælið sitt. Ég skildi hann vel því þessi strákur gat ekki haldið frið við neinn og var algjör sérfræðingur í því að koma af stað leiðindum. Hann hafði angrað drenginn minn stanslaust í marga mánuði, reynt að spilla vináttu hans við aðra í bekknum og var svo dýraníðingur í þokkabót. Halda áfram að lesa

Kynfræðsluruglið

Í gær svaraði ég Lindubloggi um hina brýnu þörf á kynfræðslu í foreldrahúsum, við litlar vinsældir. Stend þó á því fastar en fótunum að endalaust blaður um kynferðismál sé unglingnum í skársta falli gangslaust og oftar en ekki dulbúin tilraun foreldra og samfélags til að ráðskast með einkalíf unga fólksins.

Halda áfram að lesa

Er heimilisfræðikennsla tímaskekkja?

Alla sína skólagöngu vörðu synir mínir tveimur kennslustundum á viku til þess að læra hluti sem þeir hefðu lært hvort sem er. Á þeim tíma velti ég því oft fyrir mér hvort það sé í raun skynsamlegt að kenna heimilisfræði í skólum. Synir mínir kunnu að panta pizzu 10 ára. Ég er hinsvegar ekki viss um að þeir viti ennþá hvað úrvalsvísitala er.

Halda áfram að lesa