Valkvíði

Fyrstaheimsvandamálin eru að ríða okkur Eynari á slig. Nú er lítrinn af Bombay gini á 18 pund í Sainsbury´s og lítrinn af Tangueray gini er á 16 pund hjá Morrisons. Við eigum hinsvegar þvílíkan lager af gini að það væri bara rugl að kaupa meira. Og af þessu getum við lært að annað hvort drekkum við ekki nóg, eða þá að þið hin komið ekki nógu oft í heimsókn.

Elskuð

Kona veit að hún er elskuð þegar maðurinn hennar kaupir alltaf of mikið af tómötum daginn áður en hann fer að heiman í…

Posted by Eva Hauksdottir on 24. mars 2015

Óhæft sem megrunardrykkur

Fyrsta-heims-vandamál dagsins hér á Túnhlíðartorgi: Piña colada er of feitur til þess að sé hægt að drekka hann í sama mæli og vatn.

Posted by Eva Hauksdottir on 24. janúar 2015

Dýfan búin

#Fyrstaheimsvandamál Einn FB vinur minn benti á hræðilegt fyrstaheimsvandamál í gær. Dýfan var búin en ekki snakkið….

Posted by Eva Hauksdottir on 25. mars 2014

Við eigum svo bágt

#Fyrstaheimsvandamál Það er of tímafrekt að pilla himnurnar af kjúklingabaununum.

Posted by Eva Hauksdottir on 24. mars 2014

Við eigum mjög bágt

#Fyrstaheimsvandamál Kampavínið í kæliskápnum reyndist vera freyðivín. Að vísu mjög gott freyðivín en við eigum samt voðalega bágt.

Posted by Eva Hauksdottir on 21. mars 2014

#Fyrstaheimsvandamál Ég bý í landi þar sem allir grasblettir eru gulir af páskaliljum en veðrið svo leiðinlegt að ég færi ekki einu sinni út úr húsi til að ná mér í súkkulaði.

Posted by Eva Hauksdottir on 21. mars 2014

Allta einhver vandamál

Lúxusvandamál vikunnar: Ég er of glöð til að geta ort sorgleg kvæði.

Posted by Eva Hauksdottir on 14. febrúar 2014

Möguleiki?

Nýbúin að borða reyktan lax með lárperu og kókoskjúkling með kórianderfræjum og strax farin að hugsa um hvað ég eigi að…

Posted by Eva Hauksdottir on 19. febrúar 2013

Lúxusvandamál dagsins

Venjulega fæ ég mér bara pínulítið nammi ef mig langar í það, þótt ég sé í feitabolluaðhaldi. Nú er ég hinsvegar í þeirri óþægilegu stöðu að vera búin að troða í mig næstum 1200 hitaeiningum og langa ekki í pínulítið nammi heldur rosalega mikið af því.

Lúxusvandamál

Ég get ekki sagt að vandamálum mínum hafi fækkað við það að fara í sambúð og Eynar á eins og allt fólk við ákveðin vandamál að stríða. Vandamálin hafa samt breyst töluvert. Ég hef ekki lengur áhyggjur af því hvort ég frekar eigi að borða poppkorn í kvöld og pítubrauð annað kvöld eða öfugt, heldur hvort ég eigi að borða svínalund í kvöld og fara út að borða á morgun eða öfugt. Halda áfram að lesa