Óþarfi að vera með dólg?

guðrún

Þegar ég skrifaði þennan pistil, var ég að hugsa um að bæta við spurningu um það hversu langt þess væri að bíða að Stígamótagengið færi að skilgreina börn sem kynferðisglæpamenn. Ég sleppti því. Hugsaði sem svo að það væri óþarfi að vera með dólg, þótt ég sé mótfallin því að aðstoð við þolendur ofbeldis sé nánast alfarið í höndum einkaaðila.

Sjáið þetta. Horfið frá mínútu 03:16

Þetta er nánar útskýrt á bls 45 í þessari skýrslu

10 börn undir 10 ára aldri (á væntanlega að vera 10 ára og yngri)
30 börn á aldrinum 11-13 ára

Semsagt 40 börn undir 14 ára aldri, frömdu kynferðisbrot árið 2011. Með öðrum orðum, a.m.k. 40 börn á litla Íslandi eru níðingar ofbeldismenn. Hvernig það er metið kemur ekki fram.

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að ljúka þessum pistli en ég hef öðlast nýjan skilning á orðinu barnaníðingur.

(Bætt við þann 19.03. Eftir ábendingar lesenda sé ég að ég hef hlaupið á mig með því að tala um að Stígamót líti á litla drengi sem kíkja ofan í nærbuxur leiksystra sinna sem níðinga. Það var ofmælt hjá mér. Hið rétta er að þær kalla þá ekki níðinga heldur ofbeldismenn.)

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Óþarfi að vera með dólg?

  1. ————————————————–

    Dóra J

    In reply to Ólafur Ágúst.Ég fékk “vægan” hroll við að lesa þetta langa innlegg frá “Anonymous”..

    eva

    In reply to Hulda.Vitanlega eru börn fær um ofbeldi en þau eru nú samt ekki sett á sakamannabekk í neinum öðrum málaflokki. Mér finnst afskaplega ótrúlegt að mörg þessara mála séu alvöru ofbeldismál. Ef svo væri hefðu fjölmiðlafulltrúar Stígamóta (skráðir sem blaðamenn hjá DV) löngu blásið þessi mál upp í DV.

    Hulda

    Nei og börn eru ekki fær um neitt alvarlegra en að leika sér í saklausum læknisleik á jafningjagrundvelli.
    Börn eru fær um ofbeldi – og það ansi svæsið oft á tíðum. Sú staðreynd gerir þau þó ekki að níðingum. Það er ekki bara í ökla eða eyra, nema kannski hjá þér.
    ————————————————–

    eva

    Já, ég sé það núna að ég hef sennilega oftúlkað þetta. Barn sem kíkir ofan í nærbuxurnar hjá öðru barni er líklega ekki níðingur að mati Stígamóta, heldur bara ofbeldismaður. Takk fyrir ábendinguna.

    Hulda

    Mér finnst það nú vera þín umfjöllun. Það ert jú þú sem setur þessa níðingsnafngift fram.

    Stígamót eru bara í árskýrslu sinni að telja fram tölfræði yfir gerendur í málum sem koma inn á þeirra borð. Það ert þú hins vegar sem dregur ályktanir um að sjálfvirkt komi einhverskonar “níðingsstimpill” þar með.

    Árskýrsla stígamóta er m.a. upptalning staðreynda (eins og málin koma á þeirra borð) og það getur verið staðreynd að barn sé gerandi og einnig staðreynd að þolandi upplifi slæma hluti í kjölfarið og líði illa (þarf ekki hópnauðgun til!).

    Þessari staðreynd fylgir ekki að gerandinn sé endilega níðingur.

    Þú bættir því við.

    eva
    In reply to Hulda.Er það mín umfjöllun sem lítur fram hjá því eða er það flokkun Stígamóta sem setur allt í einn pott, klám, dónalega framkomu, kynferðislega áreitni, misneytingu, þvingun og nauðganir af hrottalegustu gerð? Hulda sérð þú í hvað stefnir?

    In reply to eva.

    Samkvæmt minni máltilfinningu er níðingur einhver sem fremur verknaði sem eru svívirðilegir að almenningsáliti og á sér nokkurn veginn enga málsvörn.
    Börn sem fremja afbrot geta hins vegar átt sér margskonar málsvarnir, svo margar og mismunandi að ekki er ástæða til að telja það upp hér.
    Almennt þá getur fólk sem gerir slæma hluti, einnig afbrot (verknaði sem eru ólögmætir og refsiverðir skv lögum) átt sér margs konar málsbætur. Ég man í svipinn eftir hjónum sem voru dæmd fyrir manndráp af gáleysi þar sem smábarn þeirra hafði skriðið út um glugga af fjórðu hæð og látist. Þeim var hins vegar ekki gerð refsing þar sem álitið var að atburðurinn sjálfur hafi orðið þeim nægilega þungbær. Ég hvet þig til að skoða VIII kafla hegningarlaga en það eru þau atriði sem geta haft áhrif á refsingu.

    Það að mannaskja geri slæman hlut, eða refsivert athæfi gerir hana í mínum augum ekki endilega að “níðingi” og þá alls ekki ef hún er barn að aldri. Það er ekki fyrr en einstaklingur hefur náð fullum þroska og virkilega gert meðvitað og af auknum ásetningi hluti á kostnað annarra þar sme ég get farið að stimpla viðkomandi níðing.

    Í mínu nærumhverfi (vinir og fjölskylda) þekki ég til tilvika þar sem strákar misnotuðu ungar systur sínar þegar þeir voru á aldrinum 10/11-14/16. Þetta voru fullframin sifjaspjell sem ullu þessum stúlkum miklum erfiðleikum (og drengjunum líka). Mér dytti þó aldrei í hug að kalla þessa drengi níðinga. Þeim þurfti og þarf að hjálpa.

    Það er hægt að gera slæma hluti án þess að vera forkastanlega slæm manneskja – umfjöllunin þín virðist algerlega líta framhjá því.

    eva

    In reply to Hulda.

    Níðingur er sá sem af ásettu ráði fer illa með aðra. Ofbeldismaður er sömuleiðis sá sem af ásettu ráði fer illa með aðra. Börnin eru skilgreind sem ofbeldismenn og þar með hljóta þau að vera níðingar. Hvergi kemur fram hverskonar brot var um að ræða. Ég minnist engra frétta af kynferðisbrotum barna en voðalega finnst mér ótrulegt að ef um væri að ræða ofbeldisfullar árásir og drengi sem voru að líkja eftir hópnauðgunum að ekkert hefði af því frést. Líklega eru flest þessara tilvika dæmi um að krakkar hafi af forvitni verið að kíkja ofan í nærbuxur eða stríðni sem hefur gengið of langt. Þegar ég var 12-13 ára þótti t.d. ægilega fyndið að leysa reimar á sundbol eða bikinitopp stelpna og kippa buxum niður um stráka. Eflaust hafa einhverjir tekið slíkt nærri sér en það datt engum heilvita manni í hug að kalla það kynferðisofbeldi. Ég gæti best trúað að stór hluti þessarra mála sé af þeim toga.

    ————————————————–
    Hulda

    Börn fremja afbrot. Alls konar afbrot. Börn geta verið verulega grimm sbr. alls konar einelti í grunnskólum. Börn geta líka framið kynferðisafbrot.

    Þau eru hinsvegar ekki sakhæf sökum aldurs. Það breytir því ekki að þau geta framið afbrot. Ég skil ekki hvernig þetta á að gera Stígamót að öfgafullum samtökum að telja saman þá brotamenn sem eru börn að aldri.

    Þú segir: “Með öðrum orðum, a.m.k. 40 börn á litla Íslandi eru níðingar”.
    Það er þín ályktun, þ.e. þinn siðferðisdómur að af því að barn hafi framið kynferðisbrot sé það “níðingur”. Bentu mér á stað það sem þessi ályktun kemur fram í árskýrslu Stígamóta.

    eva In reply to María.

    Ég veit ekki meira um málið en það sem kom fram í myndskeiðinu. Ég efast um að Stígamótakonur séu með “útsendara”. Mér finnst líklegast að hún hafi leitað til Stígamóta sjálf vegna vanlíðunar. Það hvarflar hinsvegar líka að mér að hjá Stígamótum hafi hún fengið aðstoð til að leggja verstu hugsanlegu merkingu í reynslu sína og kenna óæskilegri kynlífsreynslu um alla vanlíðan og allt sem aflaga hefur farið í lífi hennar. Þessi atriði sem nefnd eru á bls 35 í skýrslunni einkenna fjölda fólks sem aldrei hefur orðið fyrir kynferðislegum áföllum. Hún talar um það í þessu viðtali að hún hafi áttað sig á því með hjálp þessa lista að það hefði eitthvað mikið verið að sambandinu.

Lokað er á athugasemdir.