Fórnarlamb eða þátttakandi?

móðirEnn eitt málið komið upp. Enn eitt málið þar sem móðir afneitar, samþykkir, hylmir yfir eða réttlætir kynferðislega misnotkun á sínu eigin afkvæmi. Enn eitt málið þar sem þolandinn þarf ekki aðeins að kljást við brotamanninn og réttarkerfið, heldur líka fjölskyldu sína, móður sína.

Er nokkuð hægt að ráðleggja stúlkum sem verða fyrir misnotkun, annað en að halda sér saman? Ávinningurinn af því að segja frá er eingöngu sá að með því dregur úr líkunum á að það sama hendi systkini þeirra. Skaðinn sem það veldur þeim sjálfum er hinsvegar ómælanlegur. Móðirin gerir venjulega ekkert í málinu fyrr en misnotkunin er búin að viðgangast árum saman og nánast aldrei fyrr en karlinn fer frá henni. Þá er kjörið að nota harmleikinn til ná fram hefndum. Ef ekki kemur til skilnaðar áður en stelpan segir frá því sem kom fyrir hana, tekur móðirin að sér að letja hana til að kæra og jafnvel að telja stúlkunni trú um að hún sé ábyrg fyrir brotinu. Í sumum tilvikum verður uppljóstrunin til þess að þolandinn missir fjölskyldu sína.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að stundum valda viðbrögð móðurinnar við kynferðisbrotamálum meiri skaða en misnotkunin gerði en samt sem áður man ég ekki eftir einu einasta máli þar sem sérstök athygli hefur verið vakin á vanrækslu og meðsekt móðurinnar. Ætli við tækjum eins á málunum ef faðir léti kynferðislega misnotkun viðgangast árum saman, vitandi hvað var í gangi, þegði yfir því, útvegaði gerandanum þægilegar aðstæður til framkvæmda, reyndi að koma í veg fyrir að brotið yrði kært, bryti dóttur sína niður og eyðilegði samband hennar við systkini sín og aðra í fjölskyldunni?

Hvenær ætlar almenningur og löggjafinn að hætta að líta á þessar mæður sem saklaus fórnarlömb og horfast í augu við að þær eru ekkert annað en þátttakendur í glæp?

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Fórnarlamb eða þátttakandi?

  1. ——————————————-

    Torfi @ 27/10 10.11

    Fyrirgefðu Eva, en ég býst við að þú eigir við málið í Héraðsdómi Rvíkur þar sem maður var dæmdur í 3 ára fangeli fyrir að hafa haft samfarið við fósturdóttur sína þegar hún var 14 og 15 ára. Ég heyrði fréttaflutninginn af málinu í gær og fannst með eindæmum. T.d var tekið fram að þau hafi haft samfarir í hjónaherberginu! Til hvers þjónar svona fréttaflutningur? Til að hnykkja á siðleysi mannsins eða til að réttlæta hinn harða dóm? Hvergi kom fram í fréttinni að um nauðgun hafi verið að ræða og hneykslast var á móðurinni fyrir að spyrja dótturina hvort þetta hafi ekki verið gert að hennar vilja.
    Mér sýnist sök mannsins einkum vera sú að hafa haft samræði við unglingsstúlku undir lögaldri. Varðar það virkilega þriggja ára fangelsi ef maðurinn hefur aldrei gerst brotlegur við lög áður?
    Í sjónvarpinu í gærkvöldi var talað við sálfræðing fanga um sjálfsmorðshættu fanga rétt eftir þunga dóma, þriggja ára eða meira. Sérstaklega væru “kynferðisafbrotamenn” í hættu vegna almenningsálitsin

    Torfi @ 27/10 10.24

    Fyrirgefið innsláttarvillurnar en líklega er mér jafn mikið niðri fyrir og Evu. Fréttin er jú með endemum, t.d. þetta: “Fósturdóttir mannsins var fjórtán ára þegar hann káfaði á brjóstum hennar innanklæða”. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa “káfað tvisvar innanklæða á brjóstum fimmtán ára vinukonu” hennar og þannig “sært blygðunarsemi hennar.” Þetta síðasta kostaði hann 150.000 kr!
    Svo virðist sem eingöngu hafi verið byggt á framburði stúlkunnar enda sagt í dómnum að hann hafi verið trúverðugur. Hér er þannig dæmt eftir vilja feminista, að þú verður að sanna sakleysi þitt en ekki að sekt manns verði að sanna.
    Ég tel að við Íslendingar verðum að hugsa okkar gang hér. Í Svíþjóð hafa komið upp fjöldi mála undanfarin ár þar sem framin hafa verið “dómsmorð” í svona málum.

    Vignir Vilhjálmsson @ 27/10 11.17

    Það þykir semsagt sjálfsagt að fósturfaðir leggist nakinn upp í rúm fóstudóttur sinnar 12 ára, sannarlega hlýtur móðirin að vera klikkuð úr því hún rekur mannin á dyr eftir slíka framkomu, og ekki gefst maðurinn upp, til að bæta fyrir þetta þá er yngri dóttur boðið í sólarlandaferð þá 12 ára ásamt nýju konunni og barni til að bæta fyrir sambandslitin…..alveg tilvalið að halda áfram háttarlagi sínu. Til að kóróna þetta allt saman þá trúir enginn konunni, maðurinn kom svo vel fyrir og kvennasjarmi hinn mesti. Niðurstaða ? 2 dætur í dag 24 og 26 ára geta ekki með nokkru móti treyst karlmönnum eða stofnað til sambands.
    Ég er fósturfaðir þessara barna í dag og ekki myndi ég gráta það þótt maðurinn dræpist.
    Vignir V.

    Helga @ 27/10 11.20

    Karlmaður í ábyrgðarstöðu gagnvart barni s.s. fósturfaðir er að sjálfsögðu brotlegur ef hann á við það samfarir.
    Hvernig dómarar komust að þeirri niðurstöðu að samfarir hafi átt sér stað veit ég ekki en það var þeirra niðurstaða.
    Móðirin brást barni sínu hrikalega og samkvæmt barnaverndarstofu er það bara algengt sé móðirin í ástarsambandi við gerandann. Taka mæður virkileg elskhuga sína og maka fram yfir börnin sín. Geta slíkar mæður haft forsjá barna, eru þær hæfar????
    Svo eru mæður sem bregðast við í hina áttina, skilja við manninn um leið og þeim verður ljóst að hann er að eiga við börnin eða beita þau ofbeldi. Þessum mæðrum er oft ekki trúað og þær sagðar vera að ljúga upp á karlinn til að ná fram hefndum út af skilnaðardeilum. Barnið er svo sagt ótrúverðugt vegna áhrifa af skilnaðardeilum fullorðnafólksins og málið er látið falla niður.
    Mér sýnist þetta vera no win situation fyrir barnið.

    eva @ 27/10 11.44

    Mér finnst þetta stórmerkilegt viðhorf hjá þér Torfi. Lítur þú það semsé sömu augum ef 18 ára piltur á “mök við ungling undir lögaldri” t.d. á útihátíð og ef faðir, stjúpfaðir eða annar nákominn á kynferðislegt samneyti við barn eða ungling? Í slíkum tilvikum hefur misnotkunin (í lögum er slíkt skilgreint sem misnotkun) oft langan aðdraganda þar sem gerandinn notar traust og sakleysi barns til að byggja upp kynferðisleg samskipti sem það hefur engar tilfinningarlegar forsendur til að leggja mat á. Rök pedófíla eru einmitt þau að börnin vilji þetta sjálf.

    Vitanlega má deila um einstök mál og það hversu harðir dómar eigi að vera en það sem ég er mest hissa á er það hversu mikið umburðarlyndi ríkir gagnvart mæðrum sem taka þátt í svona athæfi, ýmist með þegjandi samþykki eða beinum árásum á dætur sínar. Þær sem taka alvarlega á málunum strax og standa með barninu sínu verða jafnvel fyrir fordómum vegna þess.

    Torfi @ 27/10 12.17

    Þetta er no win situation fyrir alla. Ef faðir á í hlut er slíkt athæfi sifjaspell og mun harðari refsingar en ef fósturfaðir á í hlut. Stúlkan var undir lögaldri (15 ára) svo maðurinn er sekur um það. Þá er hann í ábyrðarstöðu gagnvart unglingnum vegna uppeldsskyldna sinna og bregst því. En hæpið er að lögsækja hann á þeim forsendum.
    Eftir stendur samfarir við ungling undir lögaldri. Það er refsivert en mér finnst 3 ár einfaldlega of mikið.
    Þá vil ég bera blak af móðurinni. Svo virðist sem hún hafi talið dóttur sína brjóta við sig trúnað, þ.e. halda við eiginmanninn, því ekkert kemur fram að þetta hafi verið gegn vilja stúlkunnar.
    Ég segi nú bara: Grýtum fólk ekki til bana, hvorki í óeiginlegri né eiginlegri merkingu.

    eva @ 27/10 21.03

    Fyrirgefðu Torfi en afhverju er “hæpið” að lögsækja manninn á þeirri forsendu að hann hafi átt kynferðislega við ungling sem hann gegnir uppeldisstöðu gagnvart?

    Hann er fósturfaðir.
    Hún undir lögaldri.
    Um það er ekki deilt svo hvað er þá svona hæpið?

    Torfi @ 27/10 23.27

    Ertu að fiska eftir einhverju til að hneykslast (enn meira) á? Það eina sem ég sagði er að hæpið sé að lögsækja hann á þeim forsendum einum að hann hafi brugðist uppeldisskyldum sínum (og verndarskyldum vil ég bæta við hér).
    Slík vanræksla hefur ekki hingað til verið refsiverð fyrir dómi.
    Það sem fer í taugarnar á mér í þessu máli er fréttaslutningurinn og dómharkan.
    Mér finnst allt eins mikil ástæða að hneykslast á þessum dómi í Kastljósi og fjölmiðlum eins og héraðsdóminum á Reykjanesi, sem þó var illa vitlaus. Þegar karlmönnum er sýnd linkind verður allt vitlaus, en þegar þeim er sýnd harka þá finnst fólki (konum) ekki nóg.
    Kvennabaráttan er ekki bara sjálfhverf, hún er á “karlaveiðum” (sbr nornaveiðarnar í denn). Kill the bastards!

    eva @ 28/10 13.45

    Ég sé ekki að dómurinn komi kvennabaráttu neitt við og hef hvortk hér né annarsstaðar lagt til að refsinsgar verði þyngdar. Hins vegar finnst mér hneykslanlegt að enginn sjái ástæðu til að taka á vanrækslu og meðsekt mæðra í kynferðisbrotamálum gagnvart börnum. Ég er ekki bara að tala um þetta tiltekna mál, það virðist vera regla fremur en undantekning að mæður styðji brotamanninn á allan hátt, bregðist algjörlega sem mæður en séu samt álitnar fórnarlömb. Fussumsvei.

    Torfi @ 28/10 23.36

    Ég fór af rælni inn á vefinn Deus ex cinema og sá þar umfjöllum Þorkels Óttarssonar um kvikmyndina Capturing the Friedmans,
    sjá http://www.dec.hi.is/?kvikmyndir/capturing_the_friedmans
    Þetta er merkileg úttekt á athyglisverðri mynd þar sem tekist er á um spurninguna um sekt, og að samfélagið vilji virkilega finna sekt fólks þrátt fyrir að hún orki tvímælis.
    Í því tilfelli er það lögreglan sem reynir að sanna sektina og notar til þess vafasamar aðferði. Í okkar tilfelli eru það fjölmiðlarnir og dómstólarnir sem reyna að gera sem mest úr sektinni á ekki ólíkum forsendum og gert er í umræddri mynd.
    Þegar svona dómharka kemur upp á verður mér hugsað til réttlætisgyðjunnar og af hverju hún sé með bundið fyrir augun. Mér skilst að ástæðan sé sú að hún eigi ekki að mótast af tíðarandanum eða almenningsálitinu heldur dæma hlutlægt í hverju máli. Ekki út frá tilfinningum heldur með hliðsjón af staðreyndum. Þessi boðskapur virðist illa komast til skila í héraðsdómi Rvíkur. Amerísk áhrif?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *