Af feminiskri stjarnfræði

accusation

Svör Elfu Jónsdóttur við síðasta pistli mínum (svörin sjást í umræðuþræði við færsluna) eru athyglisvert dæmi bæði um þann hugsunarhátt og þá aðferðafræði sem einkennir íslenska dólgafeminista. Elfa telur allt í lagi að slaka á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum, vegna þess að líkurnar á því að maður sé dæmdur að ósekju séu „stjarnfræðilega“ litlar. Reikningsaðferð hennar er í meira lagi undarleg en hún segist einmitt vinna með tölur. Ég ætla rétt að vona að sú aðferðafræði sem hún notar sé ekki viðurkennd hjá ríkisstofnunum.

Það væri áhugavert að sjá Elfu útskýra stjarnfræðimódel sitt fyrir David Lee Wiggins sem fékk lífstíðardóm fyrir barnanauðgun og sat inni í tvo áratugi áður en sakleysi hans sannaðist. Alan Northrop sem sat inni í 17 ár gæti líka þótt stjarnfræðiútreikningar Elfu áhugaverðir, sömuleiðis Michael Green  sem sat inni í 13 ár og James Bain sem var hreinsaður eftir 27 ár í fangelsi.

FALSE-RAPE-CLAIMS-DONT-MATTER-BECAUSE-REAL-RAPE-OCCURSÍ þessum tilvikum voru þó raunveruleg nauðgunarfórnarlömb til staðar, mistökin lágu bara í því að saklausir menn voru dæmdir í stað nauðgaranna og hugsanlegt að tölfræði Elfu Jónsdóttur eigi aðeins við um tilvik þar sem konur ljúga viljandi upp nauðgun. Ég gæti trúað að  Brian Banks sem sat í fangelsi í fimm ár áður en kvalari hans viðurkenndi að hafa logið upp á hann nauðgun þætti aðferðafræðin athyglisverð og sömuleiðis Thomas Edward Kennedy sem sat inni í fimmtán ár áður en dóttir hans viðurkenndi að hafa logið. John Grenier slapp nokkuð vel frá stjarnfræði Elfu, hann sat ekki inni nema 74 daga áður en gerandinn breytti sögunni.

Þessi dæmi eru voðalega langt í burtu frá okkur en við getum líka litið okkur nær, þetta dæmi er ekki gamalt  og hér er eitt sláandi líkt. Í þessu dæmi játaði konan líka á upptöku að hafa sagt ósatt en saksóknari vísaði kæru fyrir falskar sakargiftir frá enda líkurnar á því að kona ljúgi stjarnfræðilega litlar. Ég hefði giskað á það sjálf að líkurnar á að kona helli sýru yfir andlitið á sér í þeim tilgangi að fá mann dæmdan væru stjarnfræðilega litlar og að öllum líkindum sæti fórnarlamb hennar inni í dag ef hann hefði ekki haft fjarvistarsönnun. Nýverið sögðu íslenskir fjölmiðlar frá máli Rosie Dodd. Af umælum Maríu Lilju Þrastardóttur um fréttina er helst að skilja að stóra vandamálið sé það að fjölmiðlar segi frá svona málum en ekki frá öllum nauðgunardómum sem falla í heiminum. Ég gæti svosem skilið það ef væru yfirhöfuð mörg dæmi um dóma fyrir rangar sakargiftir en yfirleitt eru þessar konur ekki einu sinni ákærðar, jafnvel þótt þær játi að hafa logið.

Í Noregi er starfandi sérstök nefnd sem sker úr um endurupptöku dómsmála. Á 6 árum hafa 88 manns fengið uppreisn æru fyrir tilstilli hennar. Ástandið er sennilega verra í feministaríkinu Svíþjóð. Þessi bók segir sögur tíu manna sem voru dæmdir án annarra sannana en ótrúverðugs framburðar meintra þolenda og enginn þeirra hefur verið hreinsaður ennþá þótt dómarnir séu fólki með snefil af réttlætiskennd óskiljanlegir. Árið 2006  undirrituðu fimmtán sænskir lögmenn bréf þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir um sönnunarfærslu í sakamálum og eru kynferðisbrotamál sérstaklega tilgreind.

Það er mjög erfitt að meta tíðni rangra sakargifta í kynferðisbrotamálum af sömu ástæðu og er erfitt að færa sönnur á nauðgun; venjulega er enginn til frásagnar nema gerandi og þolandi. Áreiðanlegasta rannsókn sem ég hef skoðað er rannsókn Davids Lisak sem seint verður talinn andfeministi þótt aðferðafræði hans sé öllu betri en sú aðferð sem Elfa notar. Hans niðurstaða er sú að tæplega 6% kynferðisbrotakæra séu sannanlega falskar. Hversu hátt hlutfall sannast ekki, það vitum við bara ekkert um.

Ástæðan fyrir því að dólgafeminstar vilja slaka á sönnunarkröfum í kynferðisbrotamálum, og jafnvel endurskilgreina nauðgun á þann veg að túlka má nánast allt kynlíf sem ofbeldi ef konan nýtur þess ekki (eða fer í fýlu síðar), er ekki sú að líkurnar á röngum sakargiftum séu stjarnfræðilega litlar, heldur sú að þeim er svo mikilvægt að koma lögum yfir nauðgara að þeim finnst það að saklausir menn séu dæmdir bara alveg viðunandi fórnarkostnaður.

Deildu færslunni

Share to Facebook