Boðið pláss í Konukoti, eftir 13 ár á biðlista hjá borginni

lykill

Framkvæmdirnar við Grettisgötu hafa ekki aðeins vakið reiði vegna fyrirætlana um að rífa hús og fella tré, heldur kemur yfirgangur hins nýja eiganda einnig illa við íbúana. Nýi eigandinn er Nordik lögfræðiþjónusta sem samkvæmt upplýsingum Kvennablaðsins er leppur fyrir þýska fjárfesta. Halda áfram að lesa

Enginn grátkór þótt málefnin séu alvarleg

mfik

Áttundi mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Fjölmörg samtök og hreyfingar hafa fagnað þessum degi á síðustu áratugum en MFÍK, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hafa haldið hann hátíðlegan allt frá 1953.  Samtökin voru stofnuð árið 1951 sem deild í Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna.  Ég ræddi við eina af stjórnarkonum MFÍK, Margréti Pálínu Guðmundsdóttur. Halda áfram að lesa

Ég get að minnsta kosti meitt sjálfa mig

selfharm

Undanfarið hef ég beint sjónum mínum að unglingum sem skaða sjálfa sig, ýmist með hættulegum megrunaraðferðum eða með því að veita sjálfum sér áverka. Viðmælandi minn er 15 ára stúlka. Hún byrjaði að skera sig þegar hún var 13 ára og er með ör eftir skurði víða um líkamann. Halda áfram að lesa

Ekki ein af strákunum heldur stelpan í hópnum

soffia
Soffía Anna Sveinsdóttir tók stúdentspróf af félagsvísindabraut. Ekki af því að hún hefði sérstakan áhuga á félagsgreinum, heldur af því að hún átti erfitt með stærðfræði. Að loknu stúdentsprófi bjuggust vinir hennar og vandamenn við að hún færi í íslenskunám. Það kom því flestum á óvart þegar hún hóf þess í stað nám í pípulögnum. Halda áfram að lesa

Swingið hefur bætt sambandið

swing

Þegar orðið framhjáhald er nefnt er kynlíf utan sambands eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann. Þó er til fólk sem telur ekki neikvætt að deila maka sínum með öðrum. Bjarni og Sara eru á fimmtugsaldri og eiga að baki 16 ára hjónaband. Þau fluttust frá Íslandi fyrir 5 árum og á nýja staðnum kynntust þau því sem kallað er “swing”, það er að segja, þau hafa makaskipti og taka þátt í hópmökum. Halda áfram að lesa