Þegar mamma man ekki hverjum hún hefur sofið hjá – um réttarstöðu rangfeðraðra og ófeðraðra barna

mamma-man-ekki

Samkvæmt íslenskum lögum á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Það er að vísu ekki einfalt að framfylgja þeim lögum ef foreldrið vill ekkert með barnið hafa en barnið ætti þó, samkvæmt anda laganna, í það minnsta að fá að vita hverjir foreldrarnir eru. Ættleidd börn eiga lagalegan rétt á að fá upplýsingar um kynforeldra sína þegar þau ná 18 ára aldri en kjörforeldrum ber auk þess að upplýsa þau um að þau séu ættleidd, helst ekki síðar en um 6 ára aldur. Halda áfram að lesa

Heimsókn til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar

upplýsingar
Því er ennþá haldið fram sem staðreynd að það sé nánast útilokað að fá kynferðisbrota- menn sakfellda. Að allt að 80% mála sé vísað frá, og enda þótt mál fari fyrir dóm séu fáir sakfelldir, að lítið tillit sé tekið til andlegra áverka brotaþola og margar konur veigri sér við að kæra þar sem þær gangi í gegnum aðra nauðgun af hálfu réttarkerfisins. Halda áfram að lesa