Gestapistill – Búum okkur undir breytta framtíð

Hanna(mbl

Mynd: mbl,is/Hanna

– Gestapistill eftir Guðmund Karl Karlsson 

Ég heiti Guðmundur Karl Karlsson, ég er fæddur 1982 og ég gef kost á mér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Ég er tveggja barna faðir, Bryndís (9 ára) og Aron Daði (15 ára) og giftur ástinni í lífinu Rögnu Engilbertsdóttir (xx ára) og við eigum Labradorinn Atlas (7 mánaða). Við erum mjög hefðbundin samheld millistéttarfjölskylda. Við höfum sterka réttlætiskennd og vinnum saman að góðum málefnum. Halda áfram að lesa

Í rauninni ekki …

Ástandið er semsagt ekki mjög slæmt þegar þarf að vista sjúklinga á göngum og í geymslum. Hvenær er það þá mjög slæmt? Þegar þarf að vista þá í bílageymslum og á klósettum? Þegar þarf að vista þá í kæli mötuneytisins? Verður ástandið á Lansanum kannski aldrei mjög slæmt?

Reyndar hefur mannvitsbrekka nokkur útskýrt að þetta sé bara leiksýning. Starfsmenn Landspítalans og sjúklingar eru með í samsærinu. Hvaða sjúkrahús „á svæðinu“ hafa annars svona góðar aðstæður til að taka við fleiri sjúklingum og af hverju hefur maður ekkert heyrt um það fyrr? Eru þau með í samsærinu líka?

Banvænn áróður

Ég er almennt mótfallin takmörkunum á tjáningarfrelsinu en fokk ef mér finnst ekki mega skoða þann möguleika að gera það ólöglegt að reka banvænan áróður undir merkjum vísinda.

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2015

Bólusetningar

Þetta með bólusetningarnar: Ég hef efasemdir um lagasetningu sem heftir frelsi fólks. En það er meginregla barnaréttar a…

Posted by Eva Hauksdottir on 28. febrúar 2015

Hvað er hollusta?

Næringarráðgjafar tala mikið um hollan mat og telja upp ýmsar fæðutegundir sem eiga að vera hollar. Ég hef samt aldrei séð þá skilgreina hollustu. Hvað gerir fæðu holla? Ef við ættum að meta hvort fæða er holl án þess að fá innihaldslýsingu (til að þjóna fordómum okkar) hvernig myndum við þá prófa það? Ég minnist þess ekki að hafa nokkurntíma séð skilgreiningu á hollustu af hálfu þeirra sem halda þessari umræðu uppi og ef maður gengur á fólk fær maður helst svör á borð við að hollur matur sé ekki of kolvetnaríkur og/eða ekki of feitur. Það er náttúrulega engin skilgreining á hollustu.

Framsókn flaggar undarlegum áherslum

Framsóknarmenn vilja breyta fánalögum. Ekki sé ég ástæðu til að takmarka frelsi fólks til að nota fánann til hvers sem því bara sýnist og tel bara gott mál að aflétta sem flestum bönnum.  En markmiðið er ekki að uppræta úrelta helgisiði heldur að auka notkun þjóðfánans og firra fólk áhyggjum af því að brjóta lög ef það vill hafa duluna uppi allan sólarhringinn.

Mikið er annars fallegt af yfirvaldinu að vilja létta áhyggjum af almenningi. Kannski setja þeir bráðum lög sem eiga að tryggja að pöpullinn hafi ekki áhyggjur af því að tæki Landspítalans bili í miðri aðgerð.

Fjölgar öryrkjum?

Fjölgar öryrkjum? Eða fjölgar bótaþegum?

Öryrkjum af völdum geðrænna kvilla fjölgar að nokkru leyti af því að við erum farin að skilgreina óþekkt, þrjósku, hjálparleysi og ýmiskonar jaðarhegðun sem geðsjúkdóma og fötlun í stað þess að reikna með frávikum sem hluta af tilverunni.

Áður var bara ekkert í boði að gerast öryrki ef maður féll ekki í kramið. Það var heldur ekki vel hugsað um þá sem voru ófærir um að bera ábyrgð á sjálfum sér. Þótt bótaþegum fjölgi þarf það ekki að merkja að geðheilsu fari hrakandi. Það á sér aðrar og áhugaverðar skýringar, bæði jákvæðar og neikvæðar.