Fjölgar öryrkjum? Eða fjölgar bótaþegum?
Öryrkjum af völdum geðrænna kvilla fjölgar að nokkru leyti af því að við erum farin að skilgreina óþekkt, þrjósku, hjálparleysi og ýmiskonar jaðarhegðun sem geðsjúkdóma og fötlun í stað þess að reikna með frávikum sem hluta af tilverunni.
Áður var bara ekkert í boði að gerast öryrki ef maður féll ekki í kramið. Það var heldur ekki vel hugsað um þá sem voru ófærir um að bera ábyrgð á sjálfum sér. Þótt bótaþegum fjölgi þarf það ekki að merkja að geðheilsu fari hrakandi. Það á sér aðrar og áhugaverðar skýringar, bæði jákvæðar og neikvæðar.
Ég hef aldrei heyrt um neinn sem er öryrki af völdum óþekktar, þrjósku, hjálparleysis o.s.fr. Þekkir þú dæmi um að svoleiðis hegðungarbrestir dugi til að fá örorkumat?
Ein skýring á fjölgun öryrkja af völdum geðrænna kvilla (sem er algengasta orsök örorku karla) hefur mér dottið í hug en veit ekki hvort er rétt. Það er að fleiri börn lifa af fæðingu en áður og í flokknum „geðræn röskun“ er alls konar andleg þroskaskerðing, nánast öll svoleiðis nema Downs syndrome. Hef ekki getað fundið tölur yfir nákvæmlega í hvaða undirflokkum „geðrænna raskana“ fjölgar svo ég veit ekki hvort þetta er rétt.
Önnur skýring er að eins og þú bendir á „var bara ekkert í boði að gerast öryrki“ fyrir ekki svo löngu síðan. Ég man vel eftir þroskaheftu fólki sem var passað upp á á heimilinum/sveitabæjum en áreiðanlega ekki hjá TR.
Svo finnst mér orðalagið „að gerast öryrki“ ákaflega smekklaust … fólk missir starfsorku og verður öryrkjar vegna ýmiss krankleika en ákveður ekki að gerast öryrkjar af því það sé í boði!