Þessvegna geta trúmenn og trúlausir ekki talað saman

Ég held að málefnalegar umræður trúaðra og trúlausra um trúmál séu nánast útilokaðar. Ástæðan fyrir því er ekki bara sú að trúmenn og trúaðir vilji ekki halda uppi málefnalegri umræðu og leitist við að niðurlægja og særa andmælendur sína heldur ekki síður sú að við lifum og hrærumst í ólíkum hugsanakerfum.

Trúleysingjar geta ekki rætt trúna á forsendum trúmannsins vegna þess að hugmyndin um hið yfirnáttúrulega stenst engin rök. Guðshugmyndin sjálf gegnur heldur ekki upp, ekki frekar en hugmyndin um ferhyndan þríhyrning.