Framsóknarmenn vilja breyta fánalögum. Ekki sé ég ástæðu til að takmarka frelsi fólks til að nota fánann til hvers sem því bara sýnist og tel bara gott mál að aflétta sem flestum bönnum. En markmiðið er ekki að uppræta úrelta helgisiði heldur að auka notkun þjóðfánans og firra fólk áhyggjum af því að brjóta lög ef það vill hafa duluna uppi allan sólarhringinn.
Mikið er annars fallegt af yfirvaldinu að vilja létta áhyggjum af almenningi. Kannski setja þeir bráðum lög sem eiga að tryggja að pöpullinn hafi ekki áhyggjur af því að tæki Landspítalans bili í miðri aðgerð.
Veistu þetta meikar alveg sens, ég fór í búð um daginn þar sem seldir voru ostar frá ýmsum löndum, á hillunna þar sem ostarnir voru var búið að líma litla fána með landi hvers osts (já það getur skipt fólk máli hvaðan t.d. ostur eða vín kemur) nema við íslenska ostinn, þar vara enginn fáni, það var víst búið að banna þeim það, hversu vitlaust er það?
Nei það sorglega er að þessi saga er hvorki uppspuni né lygi.
Ég held að þetta sé bara nokkuð gott mál.