Valdsorðaskak – Gestapistill eftir Pétur Þorsteinsson

Nú er það þannig að Ísland á engan her, ekkert bakland þjálfaðra bardagaþursa, til að tryggja völdin, líkt og aðrar þjóðir.

Eini hópurinn sem gæti tekið völdin í landinu á hluta úr degi er lögreglan. Það er ekki það sem stéttin hefur viljað hingað til – en lengi má manninn reyna… (Eða hvað?)

Tilvitnunin hér að ofan er niðurlag Feisbókar-glósu kunns lögreglumanns með langan starfsferil að baki. Halda áfram að lesa

Fréttir af Mouhamed Lo – frá Hauki Hilmarssyni

Það nýjasta sem er að frétta af máli Mohammeds Lo:

Í desember fór Mohammed fram á að honum yrði skipaður tiltekinn lögmaður sem hefur mikinn áhuga á máli hans. Þegar sá fór fram á að fá gögnin afhent, var honum tjáð að þar sem Mohammed hefði þegar verið skipaður annar lögmaður, væri það ekki í boði. Halda áfram að lesa

AGS er að kaupa Ísland – gestapistill

Óþokkarnir frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru að koma hingað í næstu viku til að setja skilyrði um það hvernig Íslendingar missi endanlega sjálfstæði sitt. Þessi grein eftir Auðunn Kristbjörnsson skýrir hvernig þessi glæpamafía vinnur.  Halda áfram að lesa

Forvarnir gegn mótmælum – gestapistill frá ALMA

Fyrir hönd ALMA, sem eru áhugasamtök um mannréttindi stofnuð 1995, vil ég mótmæla því í nafni lýðræðis og tjáningafrelsis að lögregluþjónar fari nú á milli félagsmiðstöðva unglinga sérstaklega til að ófrægja mótmælendur almennt og einstaka hópa þeirra, svo sem anarkista. Halda áfram að lesa

Nú af hverju er þá bílstjórum snúið við?

Það er helbert rugl að þessi mótmæli hafi ekki valdið umferðartöfum. Lögreglan hefur þurft að snúa mörgum bílstjórum frá.

Sennilega á þessi frétt um engar tafir að breiða yfir ráðaleysi lögreglunnar sem er nú loksins að átta sig á því að það er bara mjög hæpið að lögreglan hafi rétt til að grípa inn í mótmælaaðgerðir af þessu tagi.

Hér á eftir fer skýring Saving Iceland á tiltækinu. Halda áfram að lesa