Nú af hverju er þá bílstjórum snúið við?

Það er helbert rugl að þessi mótmæli hafi ekki valdið umferðartöfum. Lögreglan hefur þurft að snúa mörgum bílstjórum frá.

Sennilega á þessi frétt um engar tafir að breiða yfir ráðaleysi lögreglunnar sem er nú loksins að átta sig á því að það er bara mjög hæpið að lögreglan hafi rétt til að grípa inn í mótmælaaðgerðir af þessu tagi.

Hér á eftir fer skýring Saving Iceland á tiltækinu.

 

SAVING ICELAND STÖÐVAR UMFERÐ AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í STRAUMSVÍK

,,STÖÐVUM VIRKJUN ÞJÓRSÁR FYRIR HERGAGNAFRAMLEIÐANDA!”

HAFNARFJÖRÐUR – Aðgerðasinnar frá Saving Iceland hafa nú stöðvað umferð að álveri Rio Tinto-Alcan í Straumsvík með því að hlekkja sig við hlið sem hleypa umferð til og frá álverslóðinni. Saving Iceland mótmælir fyrirhugaðri framleiðsluaukningu, nýjum álverum og samhliða eyðileggingu íslenskri náttúru fyrir raforkuframleiðslu. Samstarf Rio Tinto-Alcan við fjölmarga hergagnaframleiðendur er einnig fordæmt.

Rio Tinto-Alcan hyggst nú auka framleiðslu álversins í Straumsvík um 40 þúsund tonn á ári án þess að stækka álverið sjálft. Einnig vinnur fyrirtækið að undirbúningi nýs álvers á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn (1).

Orkuveita Reykjavíkur huggðist reisa Bitruvirkjun til að koma til móts við orkuþörf stækkaðs álvers í Straumsvík (2) en nú hafa framkvæmdirnar á Bitru verið fjarlægðar af teikniborðinu vegna andstöðu almennings og O.R. ekki framlengt samning sinn við Alcan (3).

Á sama tíma stefnir Landsvirkjun nú ótrauð að byggingu þriggja virkjanna í Þjórsá auk Búðarhálsvirkjunnar í Tungnaá, en Landsvirkjun og Alcan eiga sín á milli viljayfirlýsingar um orkuöflun fyrir stækkun álversins í Straumsvík eða nýrra álvera (4). Í Desember 2006 skrifuðu Alcan og Landsvirkjun einmitt undir samning um orkuöflun, en í samningnum sagði einnig að Alcan tæki þátt í undirbúningskostnaði fyrirhugaðra Þjórsárvirkjanna (5).

Spilling í Hafnarfirði
Í lok Mars 2007 fóru fram íbúakosningar í Hafnarfirði, þar sem stækkun álversins var hafnað. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfirði, sagði sama kvöld og kosningarnar fóru fram að þær væru ,,sigur fyrir lýðræðið” og bætti því við að hann myndi hlíta niðurstöðunni (6).

Aðeins þremur mánuðum seinna sat Lúðvík fund með Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, og Michel Jacques, forstjóra Alcan Primary Metal Group, þar sem framhaldsstarfsemi fyrirtækissins hér á landi var rædd. Meðal annars var rætt um mögulega stækkun á landfyllingu út í sjó (7), en um mánuði áður höfðu forsvarsmenn Alcan hér á landi rætt um að flytja starfsemi fyritækisins til Þorlákshafnar.

,,Er þetta það sem Lúðvík Geirsson kallar sigur lýðræðisins? Svikin loforð?” segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland. ,,Hegðun Lúðvíks sýnir vel hversu mikið vald álfyrirtækin hafa hér á landi. Valdhafar virðast einfaldlega ekki þora að standa í vegi fyrir uppgangi stjóriðju.”

Vafasamir viðskiptahættir Alcan

Þann 30. Ágúst 2006, skrifaði Alcan undir langtíma samning um þáttöku í framleiðslu á orrustuþotunni F-35 Jointer Strike Fighter, ásamtvopnaframleiðendunum Lockheed Martin, Northtrop-Grumman og BAE Systems (8).

,,Þetta er ekki beint glæsilegur hópur” segir Sofie Larsen frá Saving Iceland. ,,Hingað til hefur athyglin hér á landi aðallega beinst að Alcoa þegar kemur að tengslum álframleiðslu og stríðsreksturs. Alcan er hins vegar engu skárri, því fyrirtækið er viðriðið fjölmarga hergagnaframleiðendur.”

Alcan framleiðir m.a. ál fyrir EADS (European Aerospace and Defense and Space) (9), sem framleiðir herþyrlur, orrustuþoturnar Euorofighter Tycoon, Mirage F1, EF18 Hornet og aðrar þotur. EADS er einnig leiðandi framleiðandi flugskeyta (10).

,,EADS fullyrðir á heimasíðu sinni að vörur fyrirtækisins séu seldar til landa þar sem sala á hátækni flughernaðartólum fer fram á ábyrgan hátt“ segir Sofie. ,,En á sömu síðu má finna myndbönd frá Þýskalandi á tímum nasismans, þar sem fyrri heimsstyrjöldin og flugvélar Nasista eru lofaðar hástöfum (11). Hvers konar siðferði er það?”

Virkjun Þjórsár
Nú stefnir allt í að Þjórsárvirkjanirnar þrjár og Búðarhálsvirkjun verði að veruleika, þrátt fyrir sterka andstöðu bænda við Þjórsá. Landsvirkjun hefur farið hverja ferðina á fætur annari upp að Þjórsá í þeim tilgangi að reyna að fá bændur til að samþykkja framkvæmdirnar. Eftir að níu bændur af þeim tíu sem munu verða fyrir áhrifum af byggingu Urriðafossvirkjunnar, afhentu Landsvirkjun bréf um að þeir tækju ekki frekari þátt í umræðum um virkjanirnar, hefur Landsvirkjun hótað að beita eignarnámi til að ná sínu fram.

Í viðtali við Sunnlenska, sagði Jón Árni Vignisson, bóndi við Þjórsá, að Sveitastjórn Flóahrepps hafi samþykkt breytingu á aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir virkjun Urriðafoss, eftir að Landsvirkjun hafi lofað að koma að ýmsum málum innan sveitarinnar, t.d. betra farsímasambandi, vegagerð og vatnsöflun ásamt peningagreiðslu (12).

Stækkun álvers Rio Tinto-Alcan og virkjun Þjórsár eru stórspilltar framkvæmdir, sem þarf að stöðva áður en þær hefjast.

Um Saving Iceland
Saving Iceland varð til þegar íslenskir umhverfissinnar kölluðu eftir alþjóðlegri aðstoð til að verna íslensk öræfi – og samfélag – frá græðgi ál- og orkufyrirtækja. Í sumar hefur hópurinn staðið fyrir fjórðu aðgerðabúðum sínum; í þetta sinn á Hellisheiði, en áður hafa búðirnar átt sér stað á Mosfellsheiði, við Kárahnjúka og á Reyðarfirði.

Heimildir:

(1) Mbl.is, Álframleiðsla hjá Alcan aukin um 22 prósent, http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/200…
(2) Mbl.is, Fyrirhugaðar framkvæmdir og orkusala haldast í hendur, http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/200…
(3) Mbl.is, 200 mw orkusala úr sögunni, http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/200…
(4) Vísir.is, Alcan keppir áfram um orku Þjórsár, http://visir.is/article/20070909/FRETTIR…
(5) Heimasíða Rio Tinto-Alcan á Íslandi, http://www.riotintoalcan.is/?PageID=12&a…
(6) Mbl.is, Sigur fyrir lýðræðið, http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/200…
(7) Mbl.is, Álver á landfyllingu, http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/06…
(8)Vefsíða Alcan, http://www.alcan.com/web/publishing.nsf/…(JSF
(9) Vefsíða ABC Money, http://www.abcmoney.co.uk/news/132007869…
(10) Vefsíða EADS, http://www.eads.com/1024/en/businet/defe…
(11) Myndband sem segir sögu EADS, http://www.eads.com/xml/content/OF000000…
(12) Sunnlenska Fréttablaðið, 30. tölublað, Eigum marga aðra valkosti, bls. 8-9, 24. Júlí 2008

mbl.is Engar umferðartafir við Straumsvík

One thought on “Nú af hverju er þá bílstjórum snúið við?

  1. ——————————————————————————-

    Á sinn vanalega hátt er lögreglan að bögglast við að taka þátt í áróðursstríðinu.

    Þetta er þeirra frumstæða leið til þess að reyna að gera lítið úr mótmælendum.

    En það er hvorki hlutverk lögreglunnar að vera með áróður gegn mótmælendum hvað þá að reyna að koma í veg fyrir að fólk mótmæli.

    Þar hafa þeir margoft stigið yfir strikið og það er mjög alvarlegt brot á lands og alþjóðalögum.

    Guðmundur (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 16:59

    ——————————————————————————-

    Mér finnst það nú bara gott hjá lögreglunni og henni til sóma. Þetta fólk er ekki pappírsins virði.

    Sigurbrandur Jakobsson, 1.8.2008 kl. 17:18

    ——————————————————————————-

    Fyrir rúmum áratug var algengt að menn með strípihneigð rifu sig úr öllum fötum og hlupu eins og þeir ættu lífið að leysa fram og aftur íþróttavelli meðan á kappleik stóð. Sjónvarpsstöðvar sýndu  sprettina til að byrja með og fjölgaði sprellahlaupurunum hratt við það.

    Að því kom að því að sjónvarpsstöðvar hættu að sýna hlauparana og beindu myndavélunum annað.  Þá var gamanið búið og þessum skringilegheitum lauk.

    Saving Iceland er búið að fá sín sprellahlaup og koma sjónarmiðum sínum á framfæri og mál að linni.

    Að berjart gegn nýtingu á umhverfisvænni orku í landi sem kraumar af umhverfisvænni orku er undarleg náttúruvernd. Það eru fleiri og fleiri að átta sig á því.  Það er að koma betur og betur í ljós hve málflutningurinn hjá SI er þunnur.

    Ál er notað í hergagnaiðnaði og hvað með það?  Ef breskur hermaður í Írak fær þosk að borða sem veiddur var við íslandsstrendur, hvað þá? Eigum við að setja skilyrði þegar við seljum fisk einsog að enginn sem tengist hernaði megi borða’ nn?

    Kosningun í Hafnarfirði var um deiliskipulag og gerði ráð fyrir að stækkun athafnasvæðisins í Straumsvík.  Því var illu heilli hafnað og þar með misstu Hafnfirðingar af 1000.000.000.-, þúsund milljónum í tekjuauka á ári.

    Kosningin hafði ekkert með það að gera hvað gert er innan núverandi athafnarsvæðis svo einfalt er það.

    Virkjun Þjórsár er alls ekki neitt umhverfisslys því fer víðsfjarri.  Eðlilegt er að bændur og viðkomandi landeigendur fái sanngjarnar bætur, punktur.

    Tryggvi L. Skjaldarson, 1.8.2008 kl. 18:07

    ——————————————————————————-

    Ég geri nú fastlega ráð fyrir því að lögreglumaðurinn eigi við að mótmælin séu ekki að valda neinum umferðartöfum á Reykjanesbrautinni eins og sumir gætu haldið.

    Staðreyndin er hinsvegar (og ég veit það því ég var þarna) að þessi mótmæli höfðu engin áhrif á rekstur ISAL. Einhverjum flutningarbílum var snúið við þar en þeir sem virkilega þurftu að fara inn á svæðið biðu. Síðan klukkan 15.30 þegar það þurfti virkilega að fara opna fyrir umferð, en þá eru að koma vaktaskipti og sumir að mæta í vinnu og aðrir að fara heim, þá var girðingin opnuð á einum stað og umferð hleypt þar inn og út. Þá fóru einnig inn flutningabílarnir sem höfðu beðið fyrir utan.

    Sem sagt…þetta hafði engin áhrif og þegar þetta var að fara áhrif þá var hlutunum bara reddað og mótmælendurnir látnir algjörlega í friði. Mjög vel leyst af bæði lögreglu og starfsmönnum ISAL.

    Gunnar Bragason (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 18:07

    ——————————————————————————-

    „Að berjart gegn nýtingu á umhverfisvænni orku í landi sem kraumar af umhverfisvænni orku er undarleg náttúruvernd. Það eru fleiri og fleiri að átta sig á því.  Það er að koma betur og betur í ljós hve málflutningurinn hjá SI er þunnur. “

    -Kannanir sýna þvert á móti að andstæðingum stóriðjustefnunnar fjölgar.

    -Það er út í hött að bera saman álframleiðslu og fiskveiðar á þann hátt sem þú gerir hér. Ef fiskur væri veiddur sérstaklega með því markmiði að fóðra hermenn væri það hugsanlegt en hermenn eiga vitanlega rétt á að nærast eins og allir aðrir. Álframleiðendur selja ekki hergangnaframleiðendum einn og einn álklump af stakri kurteisi, heldur eiga þeir líka fyrirtækin sem framleiða hergögn.

    Í Hafnarfirði ríkir ekkert hungur. Þar býr enginn í torfkofum og enginn nærist á fjallagrösum og hundasúrum af illri nauðsyn. Áliðnaðurinn hefur hvorki forðað okkur frá kreppu né bjargað okkur frá bráðum háska. Hann hefur hinsvegar leitt mikið illt af sér um víða veröld og við greiðum fyrir þeim vanvirðu.

    Margir hafa fært góð rök fyrir því að virkjun Þjórsár er sannkallað umhverfisslys. Ef þú óskar get ég bent þér á heimilidir sem sýna fram á það.

    Eva Hauksdóttir, 1.8.2008 kl. 18:29

    ——————————————————————————-

    Hún hefur alltaf verið mjög umdeild þessi stóriðjustefna Íslendinga. En eins og komið er þá fer hún að eiga meiri rétt á sér. Væri ekki þjarmað eins mikið og gert hefur verið að sjálfsbjargarrétti fólks á landsbyggðini, þá værum við ekki að ræða um rétlæti olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum, sem er í sjálfu sér fáránlegt í slíkri náttúruperlu sem Vestfirðir erum. En því miður eru 101 hagfræðingar búnir að rústa öllu þarna svo ég skil þetta mjög vel þó ég sé á móti þessu.

    Sigurbrandur Jakobsson, 1.8.2008 kl. 18:37

    ——————————————————————————-

    Jarðhitinn og fallvötnin hérlendis eru umhverfisvæn verðmæti sem okkur ber að nýta til raforkuframleiðslu. Nýta skynsamlega, en nýta.

    Kannanir sveiflast fram og til baka.

    Al Gore veit það og Newsweek útnefndi Geir Haarde nr.1 „green leader“ fyrir okkar hönd vegna árangurs sem við höfum þegar náð.  Það var ekki gert án stóriðju.

    Af hverju er samanburðurinn á fiskinum sem hermaðurinn borðar og álið sem notað er í hergögn út í hött?  Við seljum fiskinn ekkert af stakri kurteisi heldur hæstbjóðenda eins og gert er með álið.

    Álverið í Straumsvík hefur víst bjargað frá kreppu. Talaðu við Hafnfirðinga sem voru uppá sitt besta í kringum 1970.

    Það er ekki ólíklegt að þeim eigi eftir að fjölga Hafnfirðingunum sem naga á sér handarböndin fyrir að hafa hafnað deiliskipulagi sem hefði gert mögulegt að byggja eitt fullkomnasta og vistvænasta álver í heimi. Plús að færa a.m.k. milljarð í búið árlega.

    Beitarlönd við Þjórsá sem færu undir vatn eru smámunir en er blásið upp úr öllu valdi.

    Tryggvi L. Skjaldarson, 1.8.2008 kl. 23:12

    ——————————————————————————-

    Blessaður Tryggvi þetta lið er bara ekki í sambandi við Ísland. Það er bara að hugsa um hag hundana og kattana í Kína, Indlandi og Jemen. Þau taka engum skynsamlegum rökum.

    Sigurbrandur Jakobsson, 2.8.2008 kl. 00:14

    ——————————————————————————-

    þetta li’ð saving iceland, er að mestu skipað útlendingum, ég var einu sinni með hóp af útlendingum í rútu og var að keyra í gegnum kópavogin á leið til reykjavíkur. og þá var fólkið sem sat fremst að velta því fyrri sér hvað fólk ynni eiginlega við í borginni, því það sá engar verksmiðjur. og spunringinn var sú, Ekki er fólk að vinna við að þjónusta hverja aðra???.

    það skapað engar gjaldreyi að þjónusta hvern annan,,

    Gísli Reynisson, 2.8.2008 kl. 04:18

    ——————————————————————————-

    Tryggvi. Beitarlönd við Þjórsá sem færu undir vatn eru einmitt ekkismámunir það vita bændurnir við Þjórsá og meira að segja er þetta virkt jarðskjálftasvæði þannið að þetta er bara nöldur í þér með Þjórsá.

    Síðan var það starfsmannastefna Alcans sem ekki síst feldi stækkunina eftir að álverið í straumsvík fór að kenna sig við Alcan.

     Bestu kveðjur

    Jón Þórarinsson

    Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 04:25

    ——————————————————————————-

    Tryggvi: „Jarðhitinn og fallvötnin hérlendis eru umhverfisvæn verðmæti sem okkur ber að nýta til raforkuframleiðslu.“

    -Af hverju BER okkur að gernýta náttúruauðlindir? Hvað gerist ef við gerum það ekki? Sendir Gvuð okkur þá til Helvítis? Kemur Grýla og étur börnin okkar? Hvað er fólk að hugsa þegar það stagast á því að okkur beri skylda til að virkja meira en orðið er?

    Verslun með fisk og ál er ekki sambærileg, vegna þess að fiskur er notaður til að næra fólk en ekki drepa það. Það er ekki siðferðilega rangt að útvega fólki fisk en það er siðferðilega rangt að útvega því vopn. Reyndar vil ég ekki að Íslendingar geri samninga um nein viðskipti við vopnaframleiðendur hvort sem það er ál, fiskur eða neitt annað en þú ert samt með of langsótt dæmi til að hægt sé að taka mark á því.

    Eva Hauksdóttir, 2.8.2008 kl. 10:24

    ——————————————————————————-

    Hvorki álverið í Hafnarfirði, á Reyðarfirði, né nokkur önnur stóriðja hefur komið í veg fyrir þennan samdrátt (sem flestir kalla kreppu) sem við erum að ganga í gegnum núna. Það þarf ekki Hafnfirðinga til að staðfesta það því kreppufréttir eru í öllum viðskiptablöðum í hverri einustu viku.

    Eva Hauksdóttir, 2.8.2008 kl. 10:27

    ——————————————————————————-

    Gísli, það er ekki og hefur ekki verið neitt leyndarmál að meirihluti þeirra aktivista sem vinna með Saving Iceland eru útlendingar. Og hvað með það? Hversvegna er fólk alltaf að tönnslast á því?

    Eva Hauksdóttir, 2.8.2008 kl. 11:16

    Þetta er alveg rétt hjá þér Eva. Álver kemur ekki í veg fyrir samdrátt á landsbyggðin eða olíuhreinsistöð. 60000 tonna samdráttur í þorskveiðum og söfnunn veiðréttar á fárra hendur hafa skapað þetta að stórum hluta til. Ég tæki ofan fyrir ykkur ef þið tækjuð upp hanskann fyrir það fólk á íslandi sem verst hefur orðið fyrir barðinu á þessu. Þá myndi ég styðja hippaliðið heilshugar.

    Sigurbrandur Jakobsson, 2.8.2008 kl. 16:09

    ——————————————————————————-

    En fólk verður líka að hafa í huga hverjir það eru sem eru að verja gjafakvótakerfið sem mest þeir meiga en er jú Sjálfstæðisflokkurinn.
    Bestu kveðjur

    Jón Þórarinsson

    Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 18:04

    ——————————————————————————-

    Svo eru hérna dæmi um atvinnutækifæri. 

    Steingrímur: Ég held að það sé best að nefna dæmi til að kveða þessa vantrú á sjálfstrausti sem er í raun og veru fólgið í spurningunni ef þú vilt ekki álver eða kannski olíuhreinsunarstöð hvað vilt þú þá? Því hvað er þetta eitthvað allt annað? Svar allt hitt

    1. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir kannski 10 árum að hugmynd í kollinum á Magnúsi Schefing um íþróttaálf sem stendur á höfði væri allt í einu orðin að verðmætri útflutningsafurð?

    2. Hverjum hefði dottið í hug að Íslendingar ættu 1 af leiðandi tölvuleikjafyrirtækjum í heiminum?

    3. Hverjum hefði dottið í hug fyrir bara nokkrum misserum að sjómannsfjölskylda á Árskógströnd væri búinn að stofna bjórverkssmiðju og væri að stækka hana því hún annar ekki eftirspurn?

    4. Hverjum hefði dottið það í hug fyrir 15 árum að Húsavík yrði nú að hvalaskoðunarmiðstöð heimsins?

    5. hverjum hefði dottið það í hug fyrir 30 árum að stoðtækjafyrirtækið hans Össurar Kristinnsonar er orðið að því sem það er í dag?

    það er ekki skortur á möguleikum og hugmyndum sem stendur okkur fyrir þrifum heldur frekar að við höfum ekki skapað hina réttu umgjörð sem leyfir öllum þessum hlutum að blómstra.

     Bestu kveðjur

     Jón Þórarinsson

     Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 18:10

    ——————————————————————————-

    Jón, þakka þér fyrir þessa skemmtilegu samantekt á atvinnusköpun sem fáir höfðu álit og trú á til að byrja með en gefa nú fjölda fólk atvinnutækifæri. Er að lesa skemmtilega bók um Jörund hundadagakonung og þar koma margir áhugaverðir punktar fram um framtaksleysi og vantrú þjóðarinnar á sjálfri sér. Merkilegt til þess að hugsa að við höfum ekkert þroskast þegar kemur að trú á eigið ágæti – högum okkur enn eins og undirsætur misvitra ráðamanna.

    Birgitta Jónsdóttir, 4.8.2008 kl. 10:46

Lokað er á athugasemdir.