Gekk ég yfir sjó og land

Hvalfjörður er bara ekki íslenskur í dag. Enginn kræklingur finnst í þessari endalausu fjöru, líklega þrífst hann ekki í sundlaugarvolgum sjónum og aðeins örfáir fuglar sjáanlegir. Sjálfsagt skortir þá æti en auk þess er íslenski herinn (allir tveir meðlimir hans) skjótandi út í loftið eins og vitleysingar. Ég veit ekki hvað ég þykist vilja til Palestínu. Það eru greinilega ágætar líkur á að verða fyrir slysaskoti hér heima.

Sjórinn hefur vikið og við förum úr skónum og öslum volga leðjuna, langt út á það sem venjulega er hafið bláa hafið. Leðjan spýtist mjúk og hlý milli tánna og andvarinn á meira skylt við hárþurrku en sjávargolu.

Við uppgötvuðum nýja gullnámu í dag við Anna. Framvegis munum við taka nettan leðjuslag í Hvalfirðinum á góðviðrisdögum, gegn aðgangseyri að sjálfsögðu. Með brjóstin á Önnu og rassinn á mér höfum við garantí fyrir góðri aðsókn. Ef einhver spengileg leggjasleggja vill slást með okkur þá endilega hafið samband.

 

One thought on “Gekk ég yfir sjó og land

 1. ————————–

  Hvar kaupir maður miða ??

  Posted by: Hugz | 4.08.2008 | 10:36:40

  ————————–

  Þú mætir bara og snýrð þér að Talíbananum í g-strengnum. Hann tekur við aðgangseyrinum.

  Posted by: Eva | 4.08.2008 | 11:01:38

  ————————–

  Ég er engin leggjasleggja en tattúveraðar konur hafa löngum trekkt að. Hringið í mig fyrir næsta gigg! 😉

  Posted by: Unnur María | 5.08.2008 | 20:21:39

Lokað er á athugasemdir.